Aliter teatrum (1985)

Aliter teatrum

Aliter teatrum var eins konar nýbylgjuútgáfa af hljómsveitinni Nefrennsli og starfaði um skamma hríð árið 1985.

Meðlimir sveitarinnar voru Jón Egill Eyþórsson gítarleikari, Alfreð Jóhannes Alfreðsson trommuleikari, Jón Harry Óskarsson bassaleikari og Jón Gunnar Kristinsson (Jón Gnarr) söngvari.