Forhúð forsetans (2004-05)

Forhúð forsetans

Pönkhljómsveitin Forhúð forsetans skartar væntanlega einu sérstæðasta (sumir myndu segja einu ósmekklegasta) hljómsveitarnafni Íslandssögunnar.

Sveitin starfaði a.m.k. 2004 og 05 og voru meðlimir hennar Davíð Þór Jónsson trommuleikari, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson gítarleikari og söngvari og Bjarni Sigurbjörnsson bassaleikari og söngvari.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.