Snarl [2] [safnplöturöð] (1987-)
Snarl serían vakti töluverða athygli á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar en þar var um að ræða útgáfu á jaðartónlist á kassettuformi, til að gefa svokölluðum underground tónlistarfólki tækifæri til að komast upp á yfirborðið og jafnframt til höfuðs FM-poppinu svokallaða sem þá var komið til skjalanna. Það var tónlistarmaðurinn Gunnar L. Hjálmarsson, betur…