Beri Beri (1982)

engin mynd tiltækBeri Beri úr Kópavogi (1982) var í raun sama sveit og Geðfró, meðlimir voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Gunnar L. Hjálmarsson (Dr. Gunni) bassaleikari, Haukur Valdimarsson trommuleikari og Guðjón Steingrímur Birgisson gítarleikari. Nafnið Beri beri kemur úr lagi með hljómsveitinni Tappa tíkarrass.

Sveitin varð ekki langlíf undir þessu nafni og sagan segir ýmist að forsprakki hópsins, Dr. Gunni, hafi ekki fílað Siggu Beinteins sem söngkonu eða að honum hafi þótt hún mála sig of mikið fyrir tónleika. Allavega var hún rekin úr sveitinni og við þá breytingu breytti sveitin enn um nafn og kallaði sig nú S.H. draum.

Sveitin mun hafa hætt störfum sama kvöld og þeim var boðið að vera með í kvikmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykjavík.