Geðfró (1981)

Geðfró1

Geðfró

Hljómsveitin Geðfró var eins konar millibilssveit á milli F/8 og Beri Beri úr Kópavoginum, starfandi 1981. Sveitin var stofnuð upp úr F/8 og hafði að geyma Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara, Guðjón Steingrím Birgisson gítarleikara, Hauk Valdimarsson trommuleikara, Björn Gunnarsson bassaleikara og Sigríði Beinteinsdóttur (Stjórnin) söngkonu.

Sigríður steig þarna sín fyrstu spor sem söngkona og mun hafa verið ráðin í sveitina eftir að hafa svarað smáauglýsingu í dagblaði, eftir pressu frá vinkonu sinni.

Sveitin tók síðan upp nýtt nafn, Beri Beri, með óbreytta mannaskipan utan þess að Gunnar hafði tekið við bassanum og Björn hætt.