Stuna úr fornbókaverslun (1983-84)

engin mynd tiltækHljómsveitin Stuna úr fornbókaverslun var skammlíf pönksveit og var skipuð nokkrum ungum Kópavogsbúum en þeir voru Gunnar L. Hjálmarsson (Dr. Gunni) gítarleikari, Steinn Skaptason bassaleikari, Trausti Júlíusson trommuleikari og Stefán Þór Valgeirsson söngvari.

Sveitin starfaði líklega 1983-84 og hafði tekið upp sautján laga snældu snemma vors 1984, sem útgáfufyrirtæki Gunnars, Erðanúmúsík, ætlaði til útgáfu en til stóð að upplagið yrði tuttugu og fimm tölusett og árituð eintök.

Áður en til útgáfu kom var einu eintaki komið til Morgunblaðsins en gagnrýnandi blaðsins fór háðulegum orðum um gripinn svo ekkert varð úr útgáfu.

Efni á plötum