Tríó Dr. Gunna (1997)

Hið svokallað Tríó Dr. Gunna var skammlíft band, starfandi í ársbyrjun 1997. Gunnar L. Hjálmarsson (Dr. Gunni) var þar forsprakkinn en einnig var trymbillinn Birgir Baldursson í tríóinu, engar upplýsingar er að finna um þriðja meðliminn.

Tríó Dr. Gunna kom fram á síðdegispönktónleikum í Hinu húsinu og var það líklega allt og sumt.