Tríó Egils B. Hreinssonar (1986-95)

Egill B. Hreinsson píanóleikari starfrækti um áratug djasstríó í sínu nafni, tríóið kom fram á fjölmörgum stökum djasstónleikum en einnig á alþjóðlegum djasshátíðum hérlendis.

Skipan tríós Egils var með nokkuð mismunandi hætti eins og títt er með djasstríó, upphaflega voru þeir Tómas R. Einarsson konatrabassaleikari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari með honum en síðar komu við sögu trommuleikarar eins og Birgir Baldursson, Sveinn Óli Jónsson, Steingrímur Óli Sigurðsson og Einar Valur Scheving, og bassaleikararnir Þórður Högnason og Gunnar Hrafnsson, oftast mun þó Tómas R. hafa fylgt Agli. Fjölmargir einleikarar komu fram með tríóinu á sínum tíma s.s. Rúnar Georgsson, Sigurður Jónsson og Kristinn Svavarsson saxófónleikarar.

Egill starfrækti tríóið allt til ársins 1995 en 2014 hann aftur með tríó sem auk hans skipuðu Gunnar Hrafnsson bassasleikari og Kjartan Guðnason trommuleikari.