Fjarkar [1] (1963-68)

Fjarkar[1]1

Fjarkar

Reykvíska sveitin Fjarkar voru gítarhljómsveit í upphafi, stofnuð í Austurbæjarskóla haustið 1963 en fylgdi straumnum eins og aðrir og varð að bítlasveit, enda meðlimir hennar í upphafi á aldrinum 14-16 ára.

Meðlimir Fjarka alla tíð voru Kristbjörn Þorláksson trommuleikari, Jóhann Ögmundsson gítarleikari, Kristján Gunnarsson gítarleikari og Kristján Snorri Baldursson bassaleikari.

Líkast til sungu þeir flestir. Sveitin starfaði allt til haustsins 1968, spilaði á öldurhúsum borgarinnar, en mun þá hafa hætt störfum.
Þeir félagar hafa komið að minnsta kosti tvisvar fram síðan sveitin hætti, árin 1977 og aftur 1991.