Soul deluxe (1993-95)

Soul deluxe var tíu manna hljómsveit frá Akranesi sem sérhæfði sig í soul- og fönktónlist en sveitin hafði auk hefðbundinna hljóðfæraleikara á að skipa blásurum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1993 til 95 og hugsanlega lengur, hún gæti hafa verið stofnuð við Fjölbrautaskóla Vesturlands – að minnsta kosti voru flestir meðlima hennar á…

Pónik [1] (1962-63)

Hljómsveitin Pónik frá Akureyri starfaði í um eitt ár og var skipuð ungum tónlistarmönnum. Hún var stundum nefnd Pónik og Bjarki. Meðlimir Pónik voru Garðar Karlsson gítarleikari [?], Örn Bjarnason gítarleikari [?], Kristján Gunnarsson orgelleikari [?], Jörundur Guðmundsson trommuleikari (síðar skemmtikraftur og eftirherma) og Bjarki Tryggvason söngvari og bassaleikari [?] (síðar kenndur við Póló og…

Nafnleysingjarnir og Johnny (1964-66)

Á Akureyri starfaði á árunum 1964-66 bítlasveit sem hlaut nafnið Nafnleysingjarnir, venjulega var sveitin þó kölluð Nafnleysingjarnir og Johnny en sá Johnny var Jón Stefánsson söngvari. Nafnleysingjarnir var stofnuð 1964 og voru meðlimir sveitarinnar auk Johnnys, Árni Þorvaldsson, Vilhelm J. Steindórsson gítarleikari, Haraldur Tómasson [gítarleikari?], Reynir Adolfsson og Sigurður Ringsted Sigurðarson [trommuleikari?]. Þegar sveitin kom…

Fjarkar [1] (1963-68)

Reykvíska sveitin Fjarkar voru gítarhljómsveit í upphafi, stofnuð í Austurbæjarskóla haustið 1963 en fylgdi straumnum eins og aðrir og varð að bítlasveit, enda meðlimir hennar í upphafi á aldrinum 14-16 ára. Meðlimir Fjarka alla tíð voru Kristbjörn Þorláksson trommuleikari, Jóhann Ögmundsson gítarleikari, Kristján Gunnarsson gítarleikari og Kristján Snorri Baldursson bassaleikari. Líkast til sungu þeir flestir.…