Pónik [1] (1962-63)

Pónik og Bjarki

Pónik frá Akureyri

Hljómsveitin Pónik frá Akureyri starfaði í um eitt ár og var skipuð ungum tónlistarmönnum. Hún var stundum nefnd Pónik og Bjarki.

Meðlimir Pónik voru Garðar Karlsson gítarleikari [?], Örn Bjarnason gítarleikari [?], Kristján Gunnarsson orgelleikari [?], Jörundur Guðmundsson trommuleikari (síðar skemmtikraftur og eftirherma) og Bjarki Tryggvason söngvari og bassaleikari [?] (síðar kenndur við Póló og Hljómsveit Ingimars Eydal).

Ekki liggur alveg fyrir hversu lengi sveitin starfaði undir Pónik-nafninu en á einhverjum tímapunkti (líklega 1963) breyttu þeir nafni sínu í Taktar og störfuðu síðan undir því nafni.