
Pólar
Litlar sögur fara af bítlahljómsveitinni Pólum sem starfaði á Siglufirði 1965 og e.t.v. lengur.
Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Theódór Júlíusson (síðar leikari) sem lék á trommur, Sigurður Örn Baldvinsson gítarleikari, Magnús Guðbrandsson sem einnig lék á gítar og Guðbrandur Sveinn Gústafsson saxófónleikari. Ekki liggur fyrir hver þeirra félaga söng.
Allar frekari upplýsingar um Póla væru vel þegnar.