Poppvélin (1998-99)
Poppvélin var skammlíf ballsveit skipuð þungavigtarmönnum úr íslensku popplífi. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1998 og voru meðlimir hennar frá upphafi þeir Kristinn Gallagher bassaleikari, Jónas Sigurðsson trommuleikari og söngvari, Matthías Matthíasson söngvari og gítarleikari, Pétur Örn Guðmundsson hljómborðsleikari og söngvari og Tómas Tómasson gítarleikari og söngvari. Poppvélin starfaði einungis í fáeina mánuði og…