Poppvélin (1998-99)

Poppvélin var skammlíf ballsveit skipuð þungavigtarmönnum úr íslensku popplífi. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1998 og voru meðlimir hennar frá upphafi þeir Kristinn Gallagher bassaleikari, Jónas Sigurðsson trommuleikari og söngvari, Matthías Matthíasson söngvari og gítarleikari, Pétur Örn Guðmundsson hljómborðsleikari og söngvari og Tómas Tómasson gítarleikari og söngvari. Poppvélin starfaði einungis í fáeina mánuði og…

Poppland [1] (1994-95)

Hljómsveitin Poppland starfaði í nokkra mánuði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Reyndar hafði Poppland verið sett saman til að fylgja eftir plötu Björns Jörundar Friðbjörnssonar, BJF fyrir jólin 1994 en sveitin fékk þó ekki nafn fyrr en í upphafi árs 1995 þegar hún var formlega stofnuð. Meðlimir sveitarinnar voru auk Björns Jörundar sem söng,…

Poppblaðið [fjölmiðill] (1977)

Poppblaðið var skammlíft tímarit um popptónlist og kom út í fáein skipti snemma árs 1977. Það var Gunnar Salvarsson sem var ritstjóri, eigandi og ábyrgðarmaður Poppblaðsins sem áætlað var að kæmi út á þriggja vikna fresti í fimm þúsund eintökum, hann hafði þá ritað um popptónlist í Tímanum um tíma. Útgáfu Poppblaðsins var hætt eftir…

Popdogs (1995-97)

Popdogs var rokksveit í harðari kantinum, starfandi allavega á árunum 1995-97. Sveitin var að öllum líkindum af höfuðborgarsvæðinu en þar spilaði hún mest. Ekki er að finna neinar áreiðanlegar upplýsingar um meðlimi Popdogs en þeir gengu undir nöfnunum Jói, Eyjó, Svanberg og Raggi. Allar nánari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Possibillies – Efni á plötum

Possibillies – Mát Útgefandi: Possiplötur Útgáfunúmer: PLP 001 Ár: 1985 1. “Móðurást” 2. Óskipulögð eyðimörk 3. Skák 4. Bælt er bóndans gras 5. Ágústkvöld 6. Fyrir rímið (jive) 7. Nú syng ég rokk (twist) 8. “Móðurást” freestyle 9. Lagið um bílinn (hringdans) Flytjendur: Jón Ólafsson – söngur, raddir, flygill og hljómborð Stefán Hjörleifsson – gítarar…

Possibillies (1985-90)

Possibillies var dúett þeirra fóstbræðra Jóns Ólafssonar og Stefáns Hjörleifssonar en þeir hafa leikið saman í ógrynni hljómsveita frá unglingsárum, og eru reyndar enn í samstarfi í hljómsveitinni Nýdanskri. Þótt upphaf Possibillies miðist við árið 1985 þegar fyrri plata þeirra kom út höfðu þeir Jón og Stefán starfað saman tveir og skapað tónlist allt frá…

Portó (1981-85)

Danshljómsveitin Portó var starfrækt á Akureyri á árunum 1981 til 1985 að minnsta kosti. Sveitin sem var stofnuð haustið 1981 lék einkum á heimaslóðum norðanlands og voru meðlimir hennar Erla Stefánsdóttir söngkona, Guðmundur Meldal trommuleikari, Frosti Meldal bassaleikari, Fróði Oddsson gítarleikari, Björgvin Baldursson söngvari og gítarleikari og Sverrir Meldal hljómborðsleikari. Ekki er kunnugt um mannabreytingar…

Pops [1] – Efni á plötum

Flosi Ólafsson og Pops – Það er svo geggjað að geta hneggjað / Ó, ljúfa líf [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 549 Ár: 1970 1. Það er svo geggjað að geta hneggjað 2. Ó ljúfa líf Flytjendur:  Flosi Ólafsson – söngur Pops: – Sævar Árnason – gítar – Ómar Óskarsson – gítar – Pétur W.…

Pops [1] (1966-70)

Hljómsveitin Pops var fyrsta hljómsveit Péturs Kristjánssonar en hún starfaði um fimm ára skeið á tímum bítla-, hippa- og proggrokks. Tíð mannaskipti einkenndu Pops. Pops var stofnuð í Laugalækjarskóla vorið 1966 og var eins konar skólahljómsveit þar en Pétur var þá aðeins fjórtán ára og nýfermdur, aðrir meðlimir sveitarinnar sem voru á svipuðu reki voru…

Afmælisbörn 1. ágúst 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Fyrstan skal nefna sjálfan Steina í Dúmbó, Skagamanninn Sigurstein Harald Hákonarson söngvara en hann er sextíu og níu ára gamall. Sigursteinn er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt með Dúmbó, lög eins og Glaumbæ og Angelíu þekkja allir en einnig var Sigursteinn í Sönghópnum Sólarmegin sem starfaði…