Portó (1981-85)

Portó

Portó frá Akureyri

Danshljómsveitin Portó var starfrækt á Akureyri á árunum 1981 til 1985 að minnsta kosti.

Sveitin sem var stofnuð haustið 1981 lék einkum á heimaslóðum norðanlands og voru meðlimir hennar Erla Stefánsdóttir söngkona, Guðmundur Meldal trommuleikari, Frosti Meldal bassaleikari, Fróði Oddsson gítarleikari, Björgvin Baldursson söngvari og gítarleikari og Sverrir Meldal hljómborðsleikari.

Ekki er kunnugt um mannabreytingar í Portó þann tíma sem hún starfaði.