Primo Montanari (1895-1972)

Ítalski tenórsöngvarinn Primo Montanari var auðvitað ekki íslenskur en á fullt erindi í Glatkistuna enda kemur hann við íslenska tónlistarsögu, hann kenndi fjölmörgum íslenskum söngnemum og kom m.a.s. hingað til lands og kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík veturinn 1954-55 en þann vetur var haldið úti söngdeild við skólann í fyrsta skipti. Montanari hélt einnig tónleika…

Prima (1986-87)

Hljómsveitin Prima var hljómsveit hóps fremur ungra tónlistarmanna úr Reykjavík sem gekk undir nokkrum nöfnum, sveitin hafði t.d. gengið undir nafninu Harðfiskur áður en þeir félagar tóku upp nafnið Prima 1986. Prima lék á nokkrum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1987 en hafði fram að því einungis leikið í skólum, meðlimir sveitarinnar voru þá Hafsteinn Hafsteinsson…

The Professionals (1989)

Árið 1989 (líklega) var hljómsveit starfandi í Snælandssskóla í Kópavogi undir nafninu The Profsessionals. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar aðrar en þær að einhverjir þeirra stofnuðu síðan hljómsveitina Strigaskó nr. 42. Allar nánari upplýsingar um The Professionals væru vel þegnar.

Prívat og Helga Magnúsdóttir (1986)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Prívat sem átti lag á safnplötunni Skýjaborgir en hún kom út sumarið 1986 á vegum Geimsteins í Keflavík. Þar er sveitin kynnt sem Prívat og Helga Magnúsdóttir en engar aðrar upplýsingar finnast um sveitina eða Helgu, Helga gæti verið sú sama og söng um tíma með…

Prisma [annað] (1973-2001)

Prentsmiðjan og auglýsingastofan Prisma starfaði í Hafnarfirði um árabil og var í eigu þeirra Baldvins Halldórssonar (bróður Björgvins Halldórssonar), Ólafs Þ. Sverrissonar og eiginkvenna þeirra. Prisma var stofnuð 1973 og var meginþorri íslenskra plötuumslaga á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar unninn í prentsmiðjunni, Prisma var 1998 sameinuð prentsmiðjunni Prentbæ og kallaðist eftir það Prisma-Prentbær…

Prins Fats (1980)

Baldur Kristjánsson píanóleikari kom stundum fram, einkum á samkomum Vísnavina vorið 1980, undir aukasjálfinu Prins Fats til heiðurs Fats Waller, og lék lög eftir hann á píanó. Prins Fats átti síðan eitt lag á safnsnældunni Vísnakvöld 1: Lög með Vísnavinum, sem gefin var út um svipað leyti.

Principal kórinn (1903-05)

Um tveggja ára skeið rétt eftir aldamótin 1900 starfaði blandaður kór í Vestmannaeyjum undir heitinu Principal kórinn. Jón Ágúst Kristjánsson (1879-1949) stjórnandi kórsins hafði stofnað hann haustið 1903 og söng kórinn í nokkur skipti á meðan hann starfaði. Ekki voru allir á eitt sáttir við nafngift kórsins en engu að síður fór gott orð af…

Primo Montanari – Efni á plötum

Primo Montanari – Primo Montanari syngur [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 32 Ár: 1957 1. La Mattinata 2. Ti voglio tanto bene 3. Ideale 4. Mamma Flytjendur: Primo Montanari – söngur Fritz Weisshappel – píanó

Professor Finger (1993-94)

Hljómsveitin Professor Finger starfaði í neðanjarðardeild rokksins á höfuðborgarsvæðinu 1993 og 94 og lék á nokkrum tónleikum í þeirri senu. Meðlimir sveitarinnar voru Ingimar Bjarnason  söngvari og bassaleikari, Gunnar Guðmundsson trommuleikari og Finnbogi Hafþórsson gítarleikari og söngvari. Einhverjar mannabreytingar urðu í sveitinni þegar Ingimar hætti en ekki liggja fyrir upplýsingar um þá sem á eftir…

Afmælisbörn 20. ágúst 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari er sjötíu og tveggja ára. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur í lundu, og fleiri sveitum auk…