Um tveggja ára skeið rétt eftir aldamótin 1900 starfaði blandaður kór í Vestmannaeyjum undir heitinu Principal kórinn.
Jón Ágúst Kristjánsson (1879-1949) stjórnandi kórsins hafði stofnað hann haustið 1903 og söng kórinn í nokkur skipti á meðan hann starfaði. Ekki voru allir á eitt sáttir við nafngift kórsins en engu að síður fór gott orð af söng hans.
Principal kórinn starfaði í um tvö ár en þegar Jón Ágúst hlaut ekki organistastarf við Landakirkju í Vestmannaeyjum sem hann sóttist eftir, ákvað hann að flytjast frá Eyjum og fór til Ameríku með nokkurra mánaða viðkomu á Reykjavíkursvæðinu. Þar með voru dagar Principal kórsins taldir.