Proof (1969)

Allar upplýsingar um hljómsveitina Proof frá Akranesi væru vel þegnar. Sveitin er auglýst sem ný sveit í febrúar 1969 en annað liggur ekki fyrir um hana, hvorki líftíma hennar né meðlimi og hljóðfæraskipan.

Prologus (1979-80)

Hljómsveitin Prologus frá Neskaupsstað starfaði að minnsta kosti á árunum 1979-80 og var að einhverju eða öllu leyti sama sveit og Kvöldverður á Nesi, sem var starfrækt eystra um líkt leyti. Sveitin spilaði mestmegnis balltónlist á heimaslóðum. Meðlimir Prologus voru Guðmundur Sólheim Þorsteinsson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Þorbergsson gítar- og básúnuleikari, Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari…

Prúndjús (1984)

Hljómsveitin Prúndjús starfaði í Keflavík haustið 1984, engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og væri allt slíkt vel þegið.  

Próflausi dúxinn (1991)

Hljómsveitin Próflausi dúxinn starfaði á Akureyri sumarið 1991. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en þær að hún spilaði rokk, allar  upplýsingar um meðlimi hennar og tilurð almennt eru vel þegnar.

Psychadelic Zündmachine (1993)

Psychadelic Zündmachine var íslensk rokksveit sem átti tvö lög á safnsnældunni Strump 2 en hún kom út 1993. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar eða annað.  

Pulsan (1991-94)

Pönksveitin Pulsan var áberandi í neðanjarðarsenunni á fyrri hluta tíunda áratugar tuttugustu aldar en sveitin var skipuð meðlimum úr öðrum framvarðarsveitum í íslensku rokki. Þetta voru þeir Sindri Kjartansson söngvari, Bogi Reynisson bassaleikari, Fróði Finnsson sem lék líklega á trommur í sveitinni og Gunnar Óskarsson gítarleikari. Fleiri komu við sögu sveitarinnar, Karl [?] gítarleikari mun…

Afmælisbörn 25. ágúst 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og eins árs gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…