Pulsan (1991-94)

engin mynd tiltækPönksveitin Pulsan var áberandi í neðanjarðarsenunni á fyrri hluta tíunda áratugar tuttugustu aldar en sveitin var skipuð meðlimum úr öðrum framvarðarsveitum í íslensku rokki. Þetta voru þeir Sindri Kjartansson söngvari, Bogi Reynisson bassaleikari, Fróði Finnsson sem lék líklega á trommur í sveitinni og Gunnar Óskarsson gítarleikari. Fleiri komu við sögu sveitarinnar, Karl [?] gítarleikari mun hafa komið við sögu og svo gæti hugsanlega hafa verið annar Gunnar um tíma í henni.

Sveitin hætti störfum 1994 en það ár lést Fróði trommuleikari, Pulsan kom þó saman aftur síðar (1997) og þá lék Arnar Geir Ómarsson á trommur með sveitinni.