Afmælisbörn 25. ágúst 2016

Jón Kjartan Ingólfsson

Jón Kjartan Ingólfsson

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni:

Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og eins árs gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og fleiri. Magnús hefur einnig í gegnum tíðina starfað með ótal óþekktum sveitum. Meðal laga sem Magnús hefur samið má nefna Ég er á leiðinni, Garún, Línudans, Þjóðvegurinn, Reyndu aftur, Óbyggðirnar kalla, Braggablús, Komdu í partí og Gleðibankinn en en síðast talda lagið var árið 1986 fyrsta framlag Íslands til Eurovision keppninnar. . Magnús rak um árabil hljóðfæraverslunina Rín, hann hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 1999.

Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari er fimmtugur og á því stórafmæli á þessum degi. Auk þess að hafa leikið inn á fjöldann allan af plötum hefur Jón Kjartan verið í mörgum hljómsveitum, þekktum sem óþekktum. Fiðringur, Kólga, Skytturnar, Tónabræður, Twist & bast, South River band og Stuðkompaníið eru allt hljómsveitir sem hann hefur starfað með en með síðast töldu sveitinni sigraði hann Músíktilraunir Tónabæjar 1987.