Professor Finger (1993-94)

Hljómsveitin Professor Finger starfaði í neðanjarðardeild rokksins á höfuðborgarsvæðinu 1993 og 94 og lék á nokkrum tónleikum í þeirri senu.

Meðlimir sveitarinnar voru Ingimar Bjarnason  söngvari og bassaleikari, Gunnar Guðmundsson trommuleikari og Finnbogi Hafþórsson gítarleikari og söngvari.

Einhverjar mannabreytingar urðu í sveitinni þegar Ingimar hætti en ekki liggja fyrir upplýsingar um þá sem á eftir komu.