Primo Montanari (1895-1972)

Primo Montanari1

Primo Montanari

Ítalski tenórsöngvarinn Primo Montanari var auðvitað ekki íslenskur en á fullt erindi í Glatkistuna enda kemur hann við íslenska tónlistarsögu, hann kenndi fjölmörgum íslenskum söngnemum og kom m.a.s. hingað til lands og kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík veturinn 1954-55 en þann vetur var haldið úti söngdeild við skólann í fyrsta skipti. Montanari hélt einnig tónleika hér á landi um veturinn en hann var þá kominn fast að sextugu og að mestu hættur að syngja opinberlega.

Meðal íslenskra söngvara sem Montanari kenndi má nefna Jón Sigurbjörnsson, Árna Jónsson, Ketil Jensson, Magnús Jónsson og Þuríði Pálsdóttur.

Primo Montanari fæddist á Ítalíu 1895 og bjó þar lengstum sem og í Bandaríkjunum en hann varð þekktur óperusöngvari og söng stór óperuhlutverk í öllum helstu óperuhöllum heim. Hann lést 1972 á Ítalíu.

Haustið 1957 kom út fjögurra laga 45 snúninga plata á vegum Íslenzkra tóna, Primo Montanari syngur, en á henni söng hann ítölsk lög við undirleik Fritz Weisshappel.

Efni á plötum