Prima (1986-87)

Prima

Prima

Hljómsveitin Prima var hljómsveit hóps fremur ungra tónlistarmanna úr Reykjavík sem gekk undir nokkrum nöfnum, sveitin hafði t.d. gengið undir nafninu Harðfiskur áður en þeir félagar tóku upp nafnið Prima 1986.

Prima lék á nokkrum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1987 en hafði fram að því einungis leikið í skólum, meðlimir sveitarinnar voru þá Hafsteinn Hafsteinsson söngvari, Ragnar Jónsson gítarleikari, Sigurður Pétursson bassaleikari, Rúnar Guðmundsson trommuleikari og Haraldur Kristinsson hljómborðsleikari.

Að sumri loknu hvarf sveitin en poppaði upp vorið eftir (1988) í Músíktilraunum undir nafninu Fjörkallar.