Fjörkallar [2] (1988-89)

Hljómsveitin Fjörkallar úr Breiðholtinu kom með heilmiklu írafári fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var nokkuð áberandi í gleðipoppdeildinni næstu tvö sumur en hvarf svo án þess að senda frá sér sumarsmell sem hefði ekki verið óvænt miðað við umfang og vinsældir sveitarinnar en hún hafði eitthvað af frumsömdu efni á takteinum. Það voru þeir…

Glamúr (1997)

Tríóið Glamúr var skammlíf pöbbasveit af því er virðist en hún starfaði vorið 1997. Meðlimir Glamúrs voru þeir Birgir Jóhann Birgisson hljómborðsleikari [?], Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og gítarleikari [?] og Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari [?]. Glamúr virðist hafa verið sama sveit og gekk nokkru áður undir nafninu Ýktir.

Tónskrattar [2] (1995)

Ballsveitin Tónskrattar var starfrækt í nokkra mánuði árið 1995, hugsanlega starfaði hún lengur. Meðlimir hennar voru Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Karlsson trommuleikari, Jón Friðrik Birgisson bassaleikari.

Prima (1986-87)

Hljómsveitin Prima var hljómsveit hóps fremur ungra tónlistarmanna úr Reykjavík sem gekk undir nokkrum nöfnum, sveitin hafði t.d. gengið undir nafninu Harðfiskur áður en þeir félagar tóku upp nafnið Prima 1986. Prima lék á nokkrum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1987 en hafði fram að því einungis leikið í skólum, meðlimir sveitarinnar voru þá Hafsteinn Hafsteinsson…

Ýktir (1995-96)

Líftími hljómsveitarinnar Ýktra var ekki langur, spannaði einungis um tíu mánuði, og markaði sveitin engin spor í íslenskri tónlistarsögu þótt eflaust hefur verið stuð á böllum hennar. Ýktir voru stofnaðir í desember 1995 og var sveitin tríó allan tímann sem hún starfaði. Meðlimir tríósins voru Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og kassagítarleikari, Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari og…

Raddbandið [4] (1987-97)

Enn einn sönghópurinn undir nafninu Raddbandið kom fram á sjónarsviðið eftir miðjan níunda áratug liðinnar aldar, og er líklega frægastur þeirra kvartetta sem borið hefur þetta nafn. Raddbandið var stofnað af nokkrum nemendum Verzlunarskóla Íslands árið 1987. Í fyrstu var um að ræða tríó þeirra Páls Ásgeirs Davíðssonar bassa, Hafsteins Hafsteinssonar tenórs og Árna Jóns…