Bóleró (1978-80)

Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um akureysku hljómsveitina Bóleró (Bolero) sem starfaði á árunum 1978-80, jafnvel lengur.

Bóleró mun hafa verið danshljómsveit en aðeins eru tveir meðlimir hennar kunnir, Guðmundur L. Meldal trommuleikari og Leó G. Torfason sem að öllum líkindum lék á gítar.

Upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar sem og annað bitastætt um hana óskast sent Glatkistunni.