Afmælisbörn 9. desember 2018
Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni okkar o.þ.h.…