The Boys – Efni á plötum

The Boys – The boys Útgefandi: Busk records Útgáfunúmer: BCD 177 Ár: 1993 1. Bus stop 2. If I fell 3. She loves you 4. Daydream believer 5. All I have to do is dream 6. You’ve really got a hold on me 7. I’m a believer 8. Do wah diddy diddy 9. Wake up…

The Boys (1992-96)

Dúettinn The Boys sló í gegn í Noregi og Íslandi á síðasta áratug 20. aldarinnar og gaf út þrjár plötur sem nutu nokkurra vinsælda, einkum sú fyrsta, þeir teljast þó á mörkum þess að geta talist barnastjörnur í íslenskri tónlistarsögu þar eð þeir störfuðu og bjuggu erlendis. The Boys, bræðurnir Arnar (1982) og Rúnar Halldórssynir…

Bóleró (1978-80)

Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um akureysku hljómsveitina Bóleró (Bolero) sem starfaði á árunum 1978-80, jafnvel lengur. Bóleró mun hafa verið danshljómsveit en aðeins eru tveir meðlimir hennar kunnir, Guðmundur L. Meldal trommuleikari og Leó G. Torfason sem að öllum líkindum lék á gítar. Upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar sem og annað bitastætt um hana óskast…

Box [1] – Efni á plötum

Box – Box Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 117 Ár: 1981 1. Box 2. Salt 3 3. London 4. Á höfði mínu 5. Góður drengur Flytjendur: Baldur Þ. Guðmundsson – hljómborð og söngur Eðvarð Vilhjálmsson – trommur og söngur Óskar Nikulásson – gítar og söngur Kristján E. Gíslason – gítar og söngur Sigurður Sævarsson – bassi…

Box [1] (1981-82)

Keflvíska hljómsveitin Box starfaði í um tvö ár og sendi á þeim tíma frá sér tvær plötur, heimatökin voru hæg því einn meðlima sveitarinnar var Baldur Þórir Guðmundsson sem hafði greiðan aðgang að hljóðveri Geimsteins sem var í eigu föður hans, Rúnars Júlíussonar. Fjölskyldufyrirtækið Geimsteinn gaf plöturnar tvær út en reyndar var aðeins fyrri platan…

Bóas (1993)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit/ir sem báru nafnið Bóas.  Ekki er ljóst hvort um eina eða tvær sveitir er að ræða, sveit var starfandi undir þessu nafnið árið 1993 en einnig er Stefán Hilmarsson nefndur sem meðlimur sveitar með sama nafni. Allar upplýsingar um Bóas eru vel þegnar.

Bozon (1999)

Hljómsveitin Bozon frá Grindavík var starfandi 1999 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í tengslum við keppnina. Meðlimir þessarar grindvísku sveitar voru þeir Guðmundur Sigurjónsson bassaleikari, Kristinn Arnberg gítarleikari, Víðir Guðmundsson söngvari, Jóhann Vignir Gunnarsson hljómborðsleikari og Björgvin Björgvinsson…

Boy’s brigade (1983-84)

Hljómsveitin Boy‘s brigade var eins konar undanfari Rikshaw sem gerði garðinn frægan um miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð 1983 en hlaut líklega ekki nafn fyrr en vorið 1984 þegar hún birtist fyrst opinberlega á Safari og lék þar frumsamda tónlist kennda við nýrómantík. Skipan sveitarinnar var nokkuð sérstök en hún var þá án bassaleikara…

Box [3] (1991-92)

Svo virðist sem hljómsveit hafi starfað á sunnanverðum Vestfjörðum 1991 og 1992 undir nafninu Box, að öllum líkindum á Tálknafirði. Fyrir liggur að Ragnar Jónsson var meðlimur sveitarinnar, líklega hljómborðsleikari, en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana.

Box [2] (1990-91)

Hljómsveitin Box frá Ólafsvík starfaði í kringum 1990 og að öllum líkindum lengur því hún var endurreist 1990 og lék þá m.a. á dansleik um áramótin 1990-91. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Magnús G. Ólafsson söngvari og gítarleikari, Geir Hörður Ágústsson trommuleikari og söngvari, Gunnlaugur Helgason bassaleikari og Ágúst Sigurlaugsson hljómborðs- og saxófónleikari. Allar nánari upplýsingar…

Bónus (1976-79)

Bónus, einnig kallað Söngtríóið Bónus, Bónus-tríóið og jafnvel Tríó Bónus, starfaði innan jafnaðarmannahreyfingarinnar, skemmti á samkomum og gaf út fjögurra laga plötu á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Upphaflega var Bónus dúett en Gunnar Friðþjófsson og Ingveldur Ólafsdóttir hófu að koma fram á samkomum ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði haustið 1976 með söngatriði undir þessu…

Bóner (um 1992)

Rokksveit sem bar nafnið Bóner starfaði í Njarðvíkum fremur en Keflavík í kringum 1992 en meðlimir sveitarinnar voru þá á grunnskólaaldri. Lítið liggur fyrir um þessa sveit en þó eru nöfn tveggja meðlima hennar kunn, það eru þeir Magni Freyr Guðmundsson söngvari og Ólafur Ingólfsson trommuleikari en þeir gerðu garðinn frægan síðar með sveitum eins…

Bómullarband Atla Örvarssonar (1995)

Bómullarband Atla Örvarssonar virðist hafa komið fram í eitt skipti vorið 1995 og verið þá eins konar undirspilsband fyrir þekkta söngvara sem sungu lög sem Dean Marton hafði gert ódauðleg, þetta var á tónlistarkvöldi til heiðurs söngvaranum sem átti þá sjötíu og átta ára afmæli en það var haldið í Þjóðleikhúskjallaranum. Engir tónlistarmenn sveitarinnar voru…

Bómull og Einar (um 1990)

Hljómsveitin Bómull og Einar var eins konar angi eða útibú út frá Júpíters sem starfaði í kringum 1990. Ekki er að finna neinar heimildir um Bómul og Einar en Einar sá sem vísað er til er líklega Einar Jónsson básúnuleikari Júpíters. Óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitina.

Bóluhjálmar (1969-70)

Hljómsveitin Bóluhjálmar vakti nokkra athygli í þá mánuði sem sveitin starfaði á árunum 1960 og 70, aðallega þó fyrir nafngiftina en nafnið varð tilefni skrifa í lesendadálk Morgunblaðsins þar sem það var harðlega gagnrýnt og voru mörg ljót látin þar falla s.s. „öskurapa-hljómsveit“ og „fávitar“. Reyndar gekk það svo langt að einn meðlimur sveitarinnar sá…

Bónus – Efni á plötum

Bónus – Frelsi Jafnrétti Bræðralag [ep] Útgefandi: Félag ungra jafnaðarmanna Útgáfunúmer: F.U.J. 001 Ár: 1978 1. Baráttusöngur jafnaðarmanna 2. Höfðingi smiðjunnar 3. Sameinaðir stöndum vér 4. Sá sem engu ann Flytjendur: Gunnar Friðþjófsson – söngur Jóhanna Linnet – söngur Ingveldur Ólafsdóttir – söngur [engar upplýsingar um hljóðfæraleikara]

Afmælisbörn 6. desember 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar…