Enginn vafi – þriðja plata Bjarna Ómars
Út er komin ný plata með tónlistarmanninum Bjarna Ómari en hún ber titilinn Enginn vafi. Um er að ræða þrettán laga plötu en flest þeirra eru eftir Bjarna Ómar sjálfan, hann hefur að auki ort fimm texta plötunnar en meðal annarra textahöfunda má nefna Jónas Friðrik og Hemúlinn (Arnar S. Jónsson). Bjarni hefur síðan á…