Bragi Hlíðberg – Efni á plötum

Bragi Hlíðberg – Bragi Hlíðberg Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 097 Ár: 1976 1. Kvöld í París 2. Svörtu augun 3. Fjallarósin 4. Karnival í Feneyjum 5. Harmonikumars 6. Olívublómin 7. Brokk 8. Tveir gítarar 9. Dóra 10. Prelúdía og fúga 11. Silfurbjöllur 12. Prestó Flytjendur: Bragi Hlíðberg – harmonikkur Árni Scheving – bassi Guðmundur…

Bragi Hlíðberg (1923-2019)

Harmonikkuleikarinn Bragi Hlíðberg er líkast til þekktasti tónlistarmaður sinnar tegundar á Íslandi, eftir hann liggja fjórar plötur og fjölmörg frumsamin harmonikkulög. Hann er almennt talinn hafa verið fyrstur harmonikkuleikara hérlendis til að leika klassísk verk á hljóðfæri sitt. Jón Bragi Hlíðberg Jónsson fæddist 1923 í Reykjavík og bjó á höfuðborgarsvæðinu alla tíð. Það var snemma…

BP og þegiðu Ingibjörg (1991-2001)

Hljómsveitin BP og þegiðu Ingibjörg fór mikinn á Gauknum og Amsterdam á síðasta áratug liðinnar aldar og vakti hvarvetna kátinu en sveitin var eins konar angi af Sniglabandinu góðkunna. Nafn sveitarinnar var skírskotun í hina ísfirsku BG og Ingibjörgu en ekki þótti öllum það við hæfi. Hvort sem það var vegna þess eða einhvers annars…

BP blús-band (1991-92)

BP blús-band (einnig kölluð Blús-lús um tíma) starfaði um tíma í byrjun tíunda áratugsins, líklega 1991 og 92 en um var að ræða blússveit eins og nafnið gefur til kynna. Það voru þeir Kristján Már Hauksson gítarleikari og Björn M. söngvari sem voru kjarninn í sveitinni og á einhverjum tímapunkti voru þeir Páll Úlfar Júlíusson…

Brak [1] (um 1980)

Seint á áttunda áratug síðustu aldar eða í kringum 1980 var starfandi hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Brak. Eini þekkti meðlimur Braks er Björn Thoroddsen gítarleikari en upplýsingar óskast um aðra meðlimi sveitarinnar sem og líftíma hennar.

Brainer – Efni á plötum

Brainer – [?] [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Einar Örn Benediktsson – [?] Bragi Ólafsson – [?]

Brainer (?)

Upplýsingar óskast um Brainer, samstarfsverkefni þeirra Braga Ólafssonar og Einars Arnar Benediktssonar frá því á níunda áratugnum, að öllum líkindum síðari hluta hans. Ekki liggur fyrir hvort fleiri voru viðloðandi þetta verkefni. Brainer mun hafa gefið út kassettu í tuttugu eintökum. Efni á plötum

Braindead bugs (1997)

Haustið 1997 var starfandi unglingahljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu Braindead bugs. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Örn Friðsteinsson söngvari og gítarleikari, Viðar Lárus Sveinsson trommuleikari og Arnar Valgeir Sigurjónsson bassaleikari. Engar upplýsingar er að finna um hversu lengi þessi sveit starfaði.

Bravó [1] (1964-66 / 2010-)

Hljómsveitin Bravó vakti mikla athygli á sínum tíma þótt fæstir hefðu heyrt í sveitinni, hún þótti með eindæmum krúttleg enda mætti e.t.v. kalla þá félaga fyrstu alvöru barnastjörnurnar á Íslandi. Bravó var stofnuð á Akureyri snemma hausts 1964 og í nóvember birtust fyrstu fréttirnar um þá í fjölmiðlum. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Þorleifur Jóhannsson…

Brak og brestir [2] (1993-)

Brak og brestir er einhvers konar lúðrasveit sem starfað hefur í Mosfellsdalnum að minnsta kosti síðan 1993 undir stjórn Þorkels Jóelssonar. Sveitin spilar reglulega á skemmtunum í heimabyggð sinni s.s. þorrablótum og við hátíðleg tilefni en stærð hennar og skipan mun vera all breytileg.

Brak og brestir [1] (1954-55)

Við Húsmæðraskólann á Laugarvatni mun hafa starfað hljómsveit eða sönghópur undir nafninu Brak og brestir, meðal nemenda þar veturinn 1954 til 55. Upplýsingar um þennan hóp eru afar takmarkaðar, þó er vitað að Valborg Soffía Böðvarsdóttir og Erna Jónsdóttir voru í honum en hvert hlutverk þeirra í Braki og brestum var, er óvíst. Einnig vantar…

Brak [3] – Efni á plötum

Brak [3] – Silfurkoss Útgefandi: Brak Útgáfunúmer: Brak 001 Ár: 2004 1. Núna 2. Álfar 3. Engill 4. Allt sem ég hef óskað mér 5. Ég er bara ég 6. Hrynur 7. Silfurkoss 8. Þessi þrá 9. Veröld veit 10. Hugmynd 11. Vinur minn 12. Konur Flytjendur: Haraldur Gunnarsson – gítar, bassi, hljómborð og raddir…

Brak [3] (2002-07)

Dúettinn Brak vakti nokkra athygli árið 2004 þegar hann gaf út tólf laga plötu en lítið fór fyrir sveitinni eftir það. Þeir Hafþór Ragnarsson og Haraldur Gunnlaugsson höfðu starfað saman að tónlist um langan tíma en létu verða að því að taka upp plötu árið 2002 og sáu þeir mestmegnis um þá vinnu sjálfir. Sú…

Brak [2] (1988-90)

Hljómsveitin Brak starfaði í um tvö ár í lok níunda áratugar 20. aldarinnar og átti fáein lög á safnplötum en að öðru leyti fór lítið fyrir þessari sveit. Brak mun hafa verið stofnuð í Breiðholtinu á árinu 1988 og þá tók sveitin upp tvö lög sem rataði á safnsnælduna Skúringar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Arnar…

Afmælisbörn 11. desember 2018

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og fjögurra ára gamall. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú þekktasta. Guðlaugur…