BP blús-band (1991-92)

BP blús band

BP blús-band (einnig kölluð Blús-lús um tíma) starfaði um tíma í byrjun tíunda áratugsins, líklega 1991 og 92 en um var að ræða blússveit eins og nafnið gefur til kynna.

Það voru þeir Kristján Már Hauksson gítarleikari og Björn M. söngvari sem voru kjarninn í sveitinni og á einhverjum tímapunkti voru þeir Páll Úlfar Júlíusson trommuleikari og Sigurður (Silli) Geirdal bassaleikari (síðar Stripshow, Dimmu o.fl.) í sveitinni.

Sveitin starfaði ekki lengi undir þessu nafni, varð fljótlega að Fressmönnum og enn síðar að Lifun.