Afmælisbörn 31. janúar 2019

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd. Árni er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Benedikt Brynleifsson trommu- og ásláttarleikari er…

Afmælisbörn 30. janúar 2019

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sextíu og sjö ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður,…

Ást

Ást (Lag / texti: Kristján Viðar Haraldsson / Kristján Viðar Haraldsson og Felix Bergsson) Klukkan er tvö, síminn hringir. Ég tek upp tólið og svara, það ert þú, það ert þú og ég heyri gama vælutóninn: Talaðu við mig, hlustaðu á mig. Komdu til mín, leggstu hjá mér, elskaðu mig, ég elska þig. Ást, hvað…

Afgan

Afgan (Lag / texti: Bubbi Morthens) Ég hlusta á Zeppelin og ég ferðast aftur í tímann. Þú spyrð mig hvar er geimsteinninn í augum þínum ljúfan? Svitinn perlar á brjóstum þín, þú bítur í hnúann, þú flýgur á brott með syndum mínum, svartur afgan. Ég elska þig svo heitt að mig sundlar og verkjar. Í…

Ástartöfrar

Ástartöfrar (Lag / texti Valdimar J. Auðunsson / E. Karl Eiríksson) Oft við Amor hef ég átt í erjum en aldrei hlotið slíkan skell. Hann sínum örmum að mér beindi og það var ég sem féll. Oft við Amor hef ég átt í erjum en hann mig töfrum hefur beitt. Ástin á nú hug minn…

Álfar

Álfar (Lag / texti: Magnús Þór Sigmundsson) Í gömlum sögnum segir svo frá er álfar bjuggu mönnum hjá, saman þeir lifðu í sælu á jörð, vinátta, samvinna, leikur og störf. Fá þeir fyrirgefið, fá þeir öllu gleymt, fá þeir snúið aftur í mannanna heim? Eru álfar kannski menn? Eru álfar kannski menn? Djúpt oní jörðu…

Abba-labba-lá

Abba-labba-lá (Lag / texti: Friðrik Bjarnason / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Hún hét Abba-labba-lá. Hún var svört á brún og brá og átti kofa í skóginum á milli grænna greina og trúði á stokka og steina. Einu sinni sá ég Abba-labba-lá. Hún dansaði í skóginum, svört á brún og brá. Mér hlýnaði um hjartað og…

Silfraður bogi

Silfraður bogi (Lag / texti: Bubbi Morthens)   Í regninu elskendur finnurðu falda, fallandi regnið mun yfir þau tjalda, hjörtun þau titra, hjörtun þau loga, hjörtun sér fórna undir silfruðum boga. Við þig ég tala meðan tunglið syndir, tekur þín augu, sýnir þeim myndir. Lífinu myndi ég vissulega voga í von um koss undir silfruðum…

Sorgarlag

Sorgarlag (Lag / texti: Bubbi Morthens) Sorgarlag, þú þarft ekki að óttast. Þú ert engin synd, ljúfur gítar í draumi þér mun birtast, mála sína fegurstu mynd. Borgarbarn, þú þarft ekki að gráta. Við elskum þig eins og þú ert. Þó þú hafir ekki af neinu að státa, vitir ekki hver þú ert. Unga rós,…

Suðurnesjamenn

Suðurnesjamenn (Lag / texti: Sigvaldi Kaldalóns / Ólína Andrésdóttir)   Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn. Ekki var að spauga með þá Útnesjamenn. Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. Unnur bauð þeim faðm sinn svo ferleg og há: kunnu þeir að beita hana brögðum sínum…

Stjarna lífs míns

Stjarna lífs míns (Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Margrét Auðunsdóttir)   Komdu vina og vef mig að hjarta, þinni vermandi ástblíðu hönd. Láttu töfrandi brosið þitt bjarta breyta vetri í sólfögur lönd. Því þú ert hjarta míns helgasata drottning, hrein og fögur sem ilmandi rós. Þig ég elska og lýt þér í lotning,…

Stjörnuhrap

Stjörnuhrap (Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Sveinbjörn Ingimundarson)   Inn í huga sérhvers manns er mynd af stjörnu, Myndin sú af himni ætíð til þín skín. Í gegnum allar aldir, öllum fannst hún sín en allra besta stjarnan er stjarnan mín. En eitt vorkvöld niður kom af himinhæðum, út úr húmi dökku er…

Aldrei einn á ferð

Aldrei einn á ferð (Lag / texti: Rodgers & Hammerstein / höfundur óþekktur) Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð,…

Stúlkan sem starir á hafið

Stúlkan sem starir á hafið (Lag / texti: Bubbi Morthens) Ég kom í þorpið kvöld eitt um sumar klukkan tólf í miðnætursól, ég fékk herbergi upp á verbúð, það virtist í lagi með vask, borði og stól. Um morguninn gekk ég út á götuna að skoða, sá gömul vélhræ liggja útá lóð, ég sá hús…

Smávinir fagrir

Smávinir fagrir (Lag / texti: Jón Nordal / Jónas Hallgrímsson) Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Veralings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært…

Sólskinssöngurinn

Sólskinssöngurinn (Lag / texti: Sveinbjörn Grétarsson / Greifarnir) Er nóg af sólskini í lífi þínu? Ef ekki er ég segi þér. Þú mátt fá soldið af mínu, af gleði‘ og hamingju hef ég nóg. Farð‘ í kjólfötum í sund og ekki‘ er verra‘ að hafa hund. Allt sem þarf er þinn vilji. Slepptu þér og…

Spegillinn í bréfinu

Spegillinn í bréfinu (Lag / texti: Bubbi Morthens) Ég þekkti mann með þunna skel, hann segist þekkja þig svo vel. Eitt sinn bauðstu honum faðminn, hann valdi nóttina fram yfir daginn. Erfitt er að elska hann, leitandi aldrei fann við olíuljós – gráan reyk, fróun í þeim göfuga leik. Setti líf sitt að veði með…

Systir minna auðmýktu bræðra

Systir minna auðmýktu bræðra (Lag / texti: Bubbi Morthens) Ég gekk inn á stað sem var fullur af fólki, horfði á andlit sem runnu í eitt. Skynjun mín var sterkari en allur sá ótti sem fær flesta til að gera ekki neitt. Nóttin fór í það að við lékum okkur að orðum sem urðu lifandi…

Sandurinn í glasinu

Sandurinn í glasinu (Lag / texti: Bubbi Morthens) Trúirðu því ég vona þú komir aftur, að við tvö gætum orðið eitt. Elskað með þér, deyja síðan sáttur, hverfa í algleymið, verða ekki neitt. Sjá þig brosandi þekkja augun aftur, fara höndum um eirlitað hár. Fá að hvísla nafn þitt aftur og aftur, vona að augnablikið…

Seinasta augnablikið

Seinasta augnablikið (Lag / texti: Bubbi Morthens) Þegar sumarið finnur nístandi nál vetrarins liðast þokan eftir dalnum, breiðandi gleymsku yfir minningarnar, yfir minningarnar sem þú aðeins sérð. Og þú sérð aðeins seinasta augnablikið. Augu þín, sem sögðu mér meira en orðin, líta spyrjandi á mig. En ég les ekki eins vel og ég gerði. Samt…

Syneta

Syneta (Lag / texti: Bubbi Morthens) Milli jóla og nýjárs um nótt við komum í nístingskulda, slyddu og él. Syneta hét skipið sem skreið við landið með skaddað stýri og laskaða vél. Við austurströndina stóðum á dekki, störðum í sortans kólguský, drunur brimsins bárust um loftið, bæn mín drukknaði óttanum í. Innst í firðinum sáum…

Ragnheiður biskupsdóttir

Ragnheiður biskupsdóttir (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Ragnheiður biskupsdóttir brókar var með sótt og beiddi þegar Daði mælti á latínu. Hann kenndi henni sitthvað til gamans og til gagns og gjörðist snemma þaulkunnigur gatinu. Í skammdeginu vildi henda að villtust bestu menn og var oft fyrir kvenlíkami í rúminu en milli draums og…

Reykjavíkurnætur

Reykjavíkurnætur (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Ég er bara lítill strákur og ég stika yfir holtið og ég stefni niðrá Skalla að finna gengið mitt með soltið af brensi til að hafna útí Hljómskálagarði í restina, hátt uppi vornóttinni, dauðinn og djeilið reka svo lestina. Viðlag Ó Reykjavíkurnætur, ó Reykjavíkurnætur, vá Reykjavíkurnætur, Reykjavíkurnætur…

Ráðskonuræll

Ráðskonuræll (Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Kristjana Unnur Valdimarsdóttir)   Í sveit er sælt að vera og stöðugt nóg að gera þar, eltast þarf við skjáturnar svo lítið er um fír. Gott er þá að hafa góða konu til að skrafa við sem gefur manni hlýju og yl, já konu vil ég óska…

Súlnareki

Súlnareki (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Það er nú orðið þónokkuð síðan að þöndum myndskreyttum seglum þeir sigldu skipum sínum að, Ingólfur, Hjörleifur úr hærri miðstétt báðir og héldu á land, sögðu einum rómi: alveg drulla – klístrað. Nú Eyjamenn drápu Hjörleif, þeim hefndist um síðir, harðbýli skíkans og árvisst hallæri hjarði þó…

Síðbúinn mansöngur

Síðbúinn mansöngur (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Konur fyrri alda þær taka oní sig, anda frá sér, væta með kaffi varirnar, þær kenna í brjósti um páfann sjúkan og sorgmæddan og selja hófdrukknu rauðvíni upp útum bakdyrnar. Konur fyrri alda þær efna til samsæta, þær eiga sína drauma og suma í dúbletti og…

Silfur Egils

Silfur Egils (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Dag nokkurn fyrir eitt þúsund árum bjóst Egill til þingreiðar hafandi dregið fram sjóðinn og Þorsteinn spurði: hvern þremilinn hyggstu á þinginu gera við allt þetta silfur góðurinn? Og Egill svarar: Þú sérð það við Lögberg og svo steig hann upp á bakið á köflóttum hesti…

Skutullinn

Skutullinn (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Eirab skipstjóri skutli sínum skaut út á svartan sjá. Eirab skipstjóri skutli sínum skaut út á svartan sjá, stingurinn loftið með hvini klauf svo komið varð auga vart á. Móbí Dikk um sæinn svam með silalegri hæg. Móbí Dikk um sæinn svam með silalegri hægð en í…

Sieg heil!

Sieg heil! (Lag / texti: Egó / Bubbi Morthens) Í hópum þeir fara, limlesta, meiða, ekkert fær grið, öllu skal eyða. Kunna ekki að hræðast, um dimm stræti læðast. Glotta við tönn er heyra sírenuvæl. Sieg heil! England er rotið, England er fúið, það getur enginn endalaust flúið. Járnfrúnni hvítir eiga atvinnuleysi að þakka, af…

Hvernig getur staðið á því?

Hvernig getur staðið á því? (Lag / texti: Jakob Frímann Magnússon / Bubbi Morthens)   Hvernig getur staðið á því að úti regnið lemji gluggan? Vakna ég um morguninn, þreyttur, slappur, með verk í baki arka ég í saltfiskinn. Stafla í stæður, harkan ræður fram á kvöldmatinn. Fara í bíó á kvöldin, sjá amerískar hetjur…

Heilræðavísur [2]

Heilræðavísur [2] (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Ef þú ert þjakaður þrúgandi fargi en þraut þína kann enginn né vill gútera og illra geðlæknanna ólyfjan grimmri en þinn ömurleik kalla menn vesöld einbera. Þá droppaðu við hjá dópmangaranum, hjá dópmangaranum, hjá dópmangaranum. Þá droppaðu við hjá dópmangaranum, og kýldu á netta nös. Já…

Hvað er klukkan

Hvað er klukkan (Lag / texti: Bubbi Morthens / Gunnar Ægisson) Þú paufaðist um götur í allri þinni smæð, klæddur kuldaúlpu, tæpur meter á hæð, með sultardropa í nefi gjóaðir þú glyrnum á fótleggi á Jóhönnum, Sigríðum og Birnum. Þú varst siðspillingin holdtekin í augum ungra meyja að vera snert af Leibba dóna, nei, þá…

Haust

Haust (Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Konráð Bjarnason)   Fuglarnir fljúga burtu, finna það kemur haust. Hvíslið í blænum breytist, birkilauf fýkur burt. Fennir í fjallabrúnir, finnast nú hvergi skjól. Blómin sofa svefninum langa sunnan undir hól. Fögru haustkvöldin hljóðu hafa töfrandi val. Þegar stjarnanna leiftrandi ljós lýsir á bárunnar fald. Sumarsins söngur…

Vægan fékk hann dóm

Vægan fékk hann dóm (Lag / texti: Bubbi Morthens) Þegar óhapp auðkýfings auð bankans skerðir. Reka hann til réttarþings falskir lagaverðir. Vægan fékk hann dóm. Á Kvíabryggju liggur hann, stórlaxar hringja á laun. Móðir kveður minni mann sem er sendur á Litla-Hraun. Vægan fékk hann dóm. Flestir fara á Litla-Hraun, nema bankabókin sé feit. Dómarinn…

Við trúðum blint

Við trúðum blint (Lag / texti: Egó / Bubbi Morthens) Ó, segðu mér faðir hvað fengum við í erfðir frá þér og þínum. Græna reiti, stálgrá hús, ábyrgð sem hæfir svínum sínum. Þú lagðir þá skyldu á herðar oss, að bylta, berjast og breytast. Við skilnaðinn gafstu votan koss, gamall, farinn að þreytast. Við trúðum…

Vísur Vatnsenda-Rósu

Vísur Vatnsenda-Rósu (Lag / texti: Þjóðlag / Rósa Guðmundsdóttir) Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt. Þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann; sannlega fríður var hann. Allt  sem prýða má einn mann, mest af lýðum bar hann. Þó að kali heitur…

Vegna minninganna

Vegna minninganna (Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Númi Þorbergsson)   Þegar lít ég í fjarska fjöllin þar sem forðum svo ungur ég var, þá var bjart yfir minningunum um svo margt, sem gerðist þar. Er ég klifraði háa hjalla upp í hæstu brúnir fór og ég trúði því varla að verið gæti veröldin…

Heilræðavísur [3]

Heilræðavísur [3] (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Ef þú ert kvalin örgustu pínslum illra meina sífelldri nauð og vondra manna vondum klækjum mildi guðs að þú ert ekki dauð, þá vappa skaltu inn í Víðihlíð, Víðihlíð og Víðihlíð og vera þar síðan alla tíð, alla þína tíð. Ef þú kúrir ein í horni…

Háflóð

Háflóð (Lag / texti: Bubbi Morthens) Hvítir vaða dagar, votlendi hjartans og vekja þig. Frá yfirborði hugans, ég horfi niður í dýpið á sjálfan mig. Í rökkri óttans hvíslar sálin, ég elska þig. Meðan ómur þess liðna gárar vatnið og leggur sig. Sveimar þú á glærum vængjum – það er kalt þarna inni. Það er…

Litfríð og ljóshærð

Litfríð og ljóshærð (Lag / texti: Emil Thoroddsen / Jón Thoroddsen) Litfríð og ljóshærð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Viska með vexti æ vaxi þér hjá, veraldar vélráð ei vinni þig á. Svíkur hún seggi og svæfir við glaum, óvörum ýtir í örlaga straum. &nbsp Veikur er viljinn og veik…

Kannski er ástin

Kannski er ástin (Lag / texti: John Denver / Páll Bergþórsson) Kannski er ástin sumum sæluhús í svörtum norðanbyl. Og hún vekur von um unað og hún veitir hjartans yl. Ef erfiðleikar ógna og einsemd sækir heim mun ástarminning ein úthýsa þeim. Kannski er ástin ins og gluggi og opnar stofudýr og hún býður þér…

Kona

Kona (Lag / texti: Bubbi Morthens) Kannski er ég enn á veiðum, jafnvel orðinn sjálfur bráð. Lokað hef ég öllum leiðum með regnbogans silfurþráð. Vorið fæddist til þess að deyja, gefa eitthvað nýtt. Ég heyrði vindinn við kornið segja: sumarið verður hlýtt. Viska þín var viska barnsins sem flestir hafa misst, þrungin speki öldungsins sem…

Kveðjustund

Kveðjustund (Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Kristjana Unnur Valdimarsdóttir) Komdu sæl vina, ég kem á þinn fund, hjá þér vil ég staldra um örlitla stund. Sjómennskan kallar á sjómanninn þinn, ég fer bara í þetta sinn. Ég tek þig í faðminn, þú brosir svo blítt, augun þín bláu og andlitið frítt. Út yfir…

Talað við gluggann

Talað við gluggann (Lag / texti: Bubbi Morthens) Ég hef staðið við gluggann, heyrt hann tala um komandi harðæri, nístandi él. Aldrei fyrr séð hann svo hryggan stara. Þegar þú kvaddir hvað ég skildi hann vel. Sumarið er farið, það fraus í hylnum. Eins og hvítt lín kom snjórinn í nótt. Þrestirnir dansa á ísuðum…

Töfrandi tónar

Töfrandi tónar (Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Kristjana Unnur Valdimarsdóttir)   Hljómarnir duna dátt dillandi fram á nátt. Burtu er sorg og sút um dansgólfið svífandi fer. Sendir þú sálaryl sælunnar óm strýkur burt sorgartár og brosandi syng með þér. Töfrandi tónar titra svo ungmennin ljóma. Djörf inn í draumalönd dansandi hönd í…

Vertu mér samferða inn í blómalandið amma

Vertu mér samferða inn í blómalandið amma (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Á sunnudögum þegar Kristur tárum tefur tillögu frá guði um þungaskatt á gúmmívöru þá hefur María í myrkrinu mök við grímuklætt útfrymi með pípuhatt en guð býr í gasbindinu amma, æ geymdu handa mér meyjarblómið amma. Á mánudögum þegar Kristur kennir…

Frelsarans slóð

Frelsarans slóð (Lag / texti: Bubbi Morthens) Sýndu mér frelsið, flögrandi af ást, falið bak við rimlana þar sálirnar þjást. Og nöfnin sem hjartað hafði löngu gleymt. Haltu fast í drauminn sem þig hafði eitt sinn dreymt. Það fossar blóð í frelsarans slóð. En faðir, það er vel meint. Sýndu mér böðulinn sem blindan hefur…

Fatlafól

Fatlafól (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Ég þekkti einu sinni fatlafól sem flakkaði um á hjólastól með bros á vör en berjandi þó lóminn, hann ók loks í veg fyrir valtara og varð að klessu – oj bara. Þeir tóku hann upp með kýttispaða og settu hann beint á sjónminjasafnið. Fatlafól, fatlafól, flakkandi…

Gamli sorrí Gráni

Gamli sorrí Gráni (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas]) Gamli sorrí Gráni er gagnslaus og smáður, gisinn og snjáður meðferð illri af. Hann er feyskinn og fúinn og farinn og lúinn og brotinn og búinn að vera, hann er þreyttur og þvældur og þunglyndur, spældur og beiskur og bældur í huga. Gamli sorrí Gráni…

Grænland

Grænland (Lag / texti: Bubbi Morthens) Þegar þú komst af veiðum með nýskutlaðan sel, sólarhringum saman í leyni, slydda, stormur og él. Þegar hafísinn kom inn á firðina hvarf selurinn á brott, ísinn var of þykkur fyrir rostungana, hundarnir dóu, þið liðuð skort. Ó, þú mikli veiðimaður, það er sárt að horfa á. Þeir troða…