Vegna minninganna

Vegna minninganna
(Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Númi Þorbergsson)
 
Þegar lít ég í fjarska fjöllin
þar sem forðum svo ungur ég var,
þá var bjart yfir minningunum
um svo margt, sem gerðist þar.
Er ég klifraði háa hjalla
upp í hæstu brúnir fór
og ég trúði því varla að verið gæti
veröldin svona stór.

Þá kom yfir mig þessi útþrá
svo að engan ég festi blund.
Og úr átthögum mínum ég ætlaði bara
aðeins um litla stund.
Og nú lít ég í fjarska fjöllin
þar sem fyrr ég ungur var.
Og ef aftur ég kem þangað einhvern tíma
er ég sem gestur þar.

[af plötunni Valdimar J. Auðunsson – Ástartöfrar]