Bull og villimenn (1984)

Hljómsveitin Bull og villimenn var skammlíf sveit starfandi árið 1984 sem kom fram opinberlega í eitt skipti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hannes A. Jónsson trommuleikari og Sigurbjörn R. Úlfarsson bassaleikari sem höfðu verið saman í Nefrennsli og Phobiu, Kristján Hauksson gítarleikari og Eiríkur Einarsson (Eiki Einars) söngvari og gítarleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort fleiri…

Bulla (1996)

Hljómsveitin Bulla starfaði á Ísafirði haustið 1996. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar en þeir voru að öllum líkindum á grunnskólaaldri. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit.

Bumburnar (1982-88)

Hljómsveitin Bumburnar var danshljómsveit, starfandi á Norðfirði um árabil á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1982 upp úr leifum Amon Ra og lék á dansleikjum víða um Austfirði en mest þó í heimabyggð, Bumburnar voru t.a.m. fastagestir á þorrablótum og árshátíðum eystra. Í upphafi gekk sveitin undir nafninu Jón og Bumburnar, og voru…

Burn (1993)

Hljómsveitin Burn starfaði vorið og sumarið 1993 og var líklega í rokkaðri kantinum. Hún fór nokkuð víða og lék m.a. á Óháðri listahátíð um sumarið. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og er hér með óskað eftir þeim.

Burning eyes (2000)

Hljómsveitin Burning eyes var partur af hardcore rokk senunni í kringum síðustu aldmót. Sveitin starfaði árið 2000 og var úr Mosfellbænum en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að um tíma var bassaleikari í henni að nafni Erla [?] og svo annar bassaleikari að nafni Teitur. Allar frekari upplýsinga um þessa…

Burkni bláálfur (1993)

Hljómsveitin Burkni bláálfur frá Höfn í Hornafirði tók þátt í Músíktilraunum vorið 1993 án þess þó að komast í úrslit keppninnar. Meðlimir Burkna bláálfs voru Sigfús Már Þorsteinsson bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari og Eymundur Ragnarsson trommuleikari. Sveitin lék þungt rokk og var án söngvara. Einhverjir fleiri munu hafa komið við sögu sveitarinnar en upplýsingar um…

Burkni (1991-92)

Hljómsveitin Burkni starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega innan veggja Menntaskólans í Reykjavík, á árunum 1991 og 92, hugsanlega eitthvað lengur. Sveitin lék fremur þungt gamalt rokk í anda Led Zeppelin og slíkra sveita, og sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var á vegum Nillabars í árslok 1991 en hún var þó líklega frægust fyrir að innihalda söngkonu…

Burknar og Garðar (1986-87)

Hljómsveitin Burknar og Garðar starfaði veturinn 1986-87 og lék einkum á dansleikjum fyrir fólk komið á og yfir miðjan aldur. Garðar Guðmundsson var söngvari hljómsveitarinnar en hann hafði verið af fyrstu kynslóð rokksöngvara hér á landi. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og væru þær vel þegnar.

Burgeisar (1987-88)

Hljómsveitin Burgeisar starfaði í nokkra mánuði 1987 og 88. Sveitin var stofnuð um haustið 1987 og lék fyrst um sinn á Hótel Sögu. Eftir áramótin 1987-88 var hún hins vegar ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé en um það leyti var settur þar á svið Þórskabarettinn Svart og hvítt. Þar lék sveitin þar til hún hætti…

Bundið slitlag (1996-2002)

Upplýsingar um blúshljómsveitina Bundið slitlag eru af afar skornum skammti en hún virðist hafa verið starfandi á árunum 1996 til 2002, þó með hléum. Heimild segir að sveitin hafi einnig gengið undir nafninu Blúsband Gordons Bummer. 1996 voru þeir Georg Bjarnason bassaleikari, Bergþór Smári gítarleikari og Pojtr Versteppen [?] trommuleikari sagðir vera meðlimir Bundins slitlags…

Busabandið [2] (2000-01)

Hljómsveit sem bar nafnið Busabandið var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 2000-01. Nafnið var kunnuglegt innan veggja skólans því um fjórum áratugum fyrr hafði verið sveit starfandi undir sama nafni í skólanum, og skartað mörgum kunnum tónlistarmönnum. Busabandið mun hafa verið stofnað í tengslum við Viðarstauk, hljómsveitakeppni MA og starfaði eitthvað áfram eftir keppnina.…

Busabandið [1] (1960-64)

Busabandið, skólahljómsveit Menntaskólans á Akureyri, starfaði í um fjögur ár á fyrri hluta sjöunda áratugs liðinnar aldar, og ól af sér nokkra kunna tónlistarmenn. Það voru Skagamennirnir Arnmundur Backman saxófón- og harmonikkuleikari og Friðrik Guðni Þórleifsson píanóleikari, þá busar í Menntaskólanum á Akureyri, sem stofnuðu Busabandið haustið 1960 en þeir höfðu fyrr um árið átt…

Burp corpse (1993-94)

Burp corpse var dauðarokkssveit frá Selfossi sem eins konar forveri Múspells og Ámsvartna. Sveitin var stofnuð 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi Stefán Ólafsson söngvari og Magnús Halldór Pálsson bassaleikari en Atli [?] gítarleikari og Rúnar Már Geirsson trommuleikari bættust fljótlega í hópinn. Einhver tími leið þar til Ólafur Á. Másson gítarleikari kom inn…

Afmælisbörn 16. janúar 2019

Í dag er eitt afmælisbarn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari á stórafmæli en hann er sjötugur í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…