Burknar og Garðar (1986-87)

Burknar og Garðar

Hljómsveitin Burknar og Garðar starfaði veturinn 1986-87 og lék einkum á dansleikjum fyrir fólk komið á og yfir miðjan aldur.

Garðar Guðmundsson var söngvari hljómsveitarinnar en hann hafði verið af fyrstu kynslóð rokksöngvara hér á landi. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og væru þær vel þegnar.