Bylting – Efni á plötum

Bylting – Ekta Útgefandi: Bylting Útgáfunúmer: Bylting cd1 Ár: 1995 1. Best of 2. Skráargöt 3. Til ösku 4. Diskó 5. Djúp vötn deyfa 6. Ekta 7. Algjörir englar 8. Nítján 9. Egó 10. Undur nr. 8 Flytjendur: Valur Halldórsson – söngur, raddir og trommur Bjarni Jóhann Valdimarsson – bassi og raddir Þorvaldur Eyfjörð –…

Bylting (1992-)

Hljómsveitin Bylting á sér sögu sem nær allt til ársins 1989 þótt ekki hafi hún allan tímann starfað undir sama nafni. Kjarni sveitarinnar, sem er upphaflega frá Árskógsströnd, hefur starfað saman síðan árið 1989 en það var þó ekki fyrr en 1992 sem hún hlaut nafnið Bylting, áður gekk hún  undir nafninu Strandaglópar. Meðlimir hennar…

Búningarnir (1988)

Hljómsveitin Búningarnir var í raun stofnuð til að fylgja plötu Bjarna Arasonar söngvara eftir hann hafði vakið mikla athygli sumarið á undan með því að vinna Látúnsbarkakeppnina svokölluðu. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var iðulega kynnt sem Bjarni Ara og Búningarnir. Aðrir meðlimir Búninganna voru Einar Bergur [?], Rúnar Guðjónsson [bassaleikari?],…

Búgímenn (1994)

Blúsrokksveitin Búgímenn (Boogiemen) starfaði um skamman tíma síðsumars 1994 og kom þá fram í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Eiríksson söngvari og munnharpa, Einar Valur Einarsson bassaleikari, Svanur Karlsson trommuleikari og Jóhannes Snorrason gítarleikari.

Búbót (1975-77)

Hljómsveitin Búbót mun hafa verið starfrækt í Grindavík um og eftir miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar og var eftir því sem menn segja, fyrsta hljómsveitin sem starfrækt var í bænum – þar til annað kemur í ljós. Fyrstu heimildir um Búbót eru frá árinu 1975 en sveitin gæti hugsanlega hafa verið starfandi fyrr. Meðlimir hennar…

Bændakór Skagfirðinga (1916-25)

Bændakór Skagfirðinga starfaði í um áratug snemma á síðustu öld en Karlakórinn Heimir var síðar stofnaður upp úr honum. Það voru þeir Benedikt Sigurðsson á Fjalli og Pétur Sigurðsson á Geirmundarstöðum sem voru aðalhvatamenn að stofnun kórsins. Í byrjun var einungis að ræða tvöfaldan kvartett sem söng fyrst opinberlega 1916 undir stjórn Péturs en hann…

Bændakór Fljótsdæla (um 1930)

Hér er óskað eftir upplýsingum um kór sem starfaði á Fljótsdalshéraði á árunum í kringum 1930. Fyrir liggur að Theódór Árnason var stjórnandi kórsins sem bar nafnið Bændakór Fljótsdæla, á árunum 1932-34. Kórinn hafði þá verið starfandi í nokkur ár og var fjöldi kórmeðlima um tólf til fjórtán þegar Theódór kom til sögunnar.

Bændakór Eyfirðinga (1963)

Skammlífur kór bænda söng undir stjórn kórstjórans Sigríðar Schiöth sumarið 1963, ekki liggur þó fyrir hversu lengi hann starfaði. Allar frekari upplýsingar um þennan kór má senda Glatkistunni.

Bældir tónar (1986)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um sönghóp eða karlakór sem starfaði í Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1986, hversu stór hann var, hversu lengi hann starfaði og hver stjórnaði honum.

Byldrini (1992)

Árið 1992 var starfrækt hljómsveit sem bar nafnið Byldrini og lék á tónleikum í Hafnarfirði um vorið. Söngkona sveitarinnar hét Kristín [?], meðlimir voru fjórir talsins (skv. mynd) en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit.

Bændakór Snæfellinga (1953-54)

Afar takmarkaðar heimildir finnast um Bændakór Snæfellinga. Hann starfaði á árunum 1953 og 54 undir stjórn Þorgríms Sigurðssonar prests á Staðastað en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þennan kór.

Afmælisbörn 23. janúar 2019

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir söngkona er sjötíu og sjö ára en hún gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Helena söng inn á fjölmargar plötur á söngferli sínum, þá fyrstu þegar hún var…