Bændakór Fljótsdæla (um 1930)

Hér er óskað eftir upplýsingum um kór sem starfaði á Fljótsdalshéraði á árunum í kringum 1930.

Fyrir liggur að Theódór Árnason var stjórnandi kórsins sem bar nafnið Bændakór Fljótsdæla, á árunum 1932-34. Kórinn hafði þá verið starfandi í nokkur ár og var fjöldi kórmeðlima um tólf til fjórtán þegar Theódór kom til sögunnar.