Bubbleflies (1993-95)

Segja má að hafnfirska hljómsveitin Bubbleflies (Bubble flies) hafi verið eins konar brautryðjandi í íslensku sveimrokki, sveitin skildi eftir sig tvær breiðskífur og nokkur lög á safnplötum. Upphaf Bubbleflies er rakið til vorsins 1993 þegar þeir Þórhallur Skúlason og Pétur Sæmundsson voru að gera tilraunir með danstónlist og fengu Davíð Magnússon gítarleikara til að spila…

Bubbleflies – Efni á plötum

Bubbleflies – The world is still alive Útgefandi: Hljómalind Útgáfunúmer: HLCD 1A Ár: 1993 1. If its kinky? 2. Birds and piano 3. The world is still alive 4. Luger 5. Shades 6. Whisper 7. Razor X 8. Strawberries 9. Aha Attilla 10. Kinky remix 11. Dreamscape 12. Huxley farm Flytjendur: Páll Banine – söngur…

Bræðrabandið [4] (1999-)

Frá árinu 1999 að minnsta kosti hefur verið starfandi hljómsveit undir nafninu Bræðrabandið (þeir hafa einnig kallað sig Brødrene Undskyld), sem hefur leikið við ýmis tækifæri við kirkjur höfuðborgarsvæðisins, m.a. við svokallaðar æðruleysissamkomur. Það eru bræðurnir Hörður Bragason og Birgir Bragason sem skipa Bræðrabandið en einnig hefur fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson leikið með þeim margsinnis, Gunnar…

Bræðrabandið [7] (?)

Bræðrabandið er nafn á sveit, starfandi á þessari öld, sem inniheldur m.a. Ingólf Steinsson gítarleikara (Þokkabót o.fl.), ennfremur mun Lárus [?] vera einn meðlima sveitarinnar en um aðra er ekki vitað. Frekari upplýsingar óskast um Bræðrabandið.

Bræðrabandið [6] (2008)

Hljómsveit að nafni Bræðrabandið gæti hafa verið starfandi á norðanverðum Vestfjörðum vorið 2008, jafnvel á Suðureyri við Súgandafjörð. Allar upplýsingar um þess sveit má senda Glatkistunni.

Bræðrabandið [5] (2008)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Bræðrabandið sem starfaði í Húnavatnssýslum árið 2008, meðlimi hennar, staðsetningu og líftíma. Hugsanlega var um að ræða harmonikkusveit.

Bræðrabandið [9] (2015-)

Dúettinn Bræðrabandið hefur starfað frá árinu 2015 að minnsta kosti. Það eru þeir bræður Árni Friðberg Helgason cajonleikari og Andri Fannar Helgason söngvari og gítarleikari sem skipa Bræðrabandið en þeir koma fram og skemmta við ýmis tækifæri.

Bræðrabandið [10] – Efni á plötum

Bræðrabandið [10] – Bræðrabandið Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] 1. Alparós 2. Dísir vorsins 3. Blikandi haf 4. Ég mætti þér um kvöld 5. Æskuminning 6. Gömul spor 7. Aðfangadagskvöld jóla 1912 8. Rauðasta rósin 9. Við gengum tvö 10. Dimmbláa nótt 11. Ég vil með þér ganga 12. Gamla fatan…

Bræðrabandið [10] (2017-)

Litlar upplýsingar er að finna um tríó bræðra á Ólafsfirði sem kallar sig Bræðrabandið og hefur komið fram í nokkur skipti, frá árinu 2017 að minnsta kosti. Þeir bræður, Björn Þór, Stefán Víglundur og Guðmundur Ólafssynir hafa sent frá sér plötu sem hefur að geyma tuttugu og níu lög úr ýmsum áttum en platan ber…

Bræðurnir Brekkan (1989)

Bræðurnir Brekkan var nafn hópsins sem flutti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1989, Í brekkunni en það naut mikilla vinsælda um sumarið og telst meðal sígildra þjóðhátíðarlaga. Það var Jón Ólafsson sem samdi lagið en Bjartmar Guðlaugsson textann. Það var því við hæfi að Bítlavinafélagið sem Jón var þá hluti af flytti lagið en það skipuðu auk Jóns,…

Bræðrakórinn (1915-48)

Söngfélagið Bræður eða Bræðrakórinn starfaði á fjórða áratug á fyrri hluta síðustu aldar við góðan orðstír. Bræðrakórinn mun hafa verið settur á laggirnar í Reykholtsdal í uppsveitum Borgarfjarðar í tilefni af íþróttamóti sem haldið var í sveitinni sumarið 1915. Þórður Kristleifsson og fleiri munu hafa verið hvatamenn að stofnun kórsins en Bjarni Bjarnason á Skáney…

Bugjuice (1995)

Hljómsveitin Bugjuice var meðal flytjenda á plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni Ein Stór fjölskylda (1995) en framlag þeirra þar var það eina sem kom frá sveitinni. Bugjuice var rappsveit en með sýrufönkívafi og voru meðlimir hennar Hrannar Ingimarsson gítarleikari og forritari, Jón O. Guðmundsson söngvari og trompetleikari, Eiríkur Þorleifsson bassaleikari og Kjartan Guðnason trommuleikari.

BT company (2000)

Bjarni Tryggvason trúbador starfrækti hljómsveit sem lék nokkuð á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun og fram á haust árið 2000, undir nafninu BT company (BT & company). Auk Bjarna sem lék á gítar og söng voru Kristinn Gallagher bassaleikari, Sigurður R. [?] trommuleikari og Ingi Valur [Grétarsson?] gítarleikari og söngvari. Ingó [?] hafði tekið við…

Afmælisbörn 9. janúar 2019

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem er þekktastur fyrir Vesturfarasögurnar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, er áttræður í dag. Böðvar var virkur á vinstri arminum hér áður fyrr og kom þá oft fram sem trúbador þar sem hann flutti eigin lög og ljóð. Hann gaf jafnframt út tvær plötur…