Afmælisbörn 9. janúar 2019

Böðvar Guðmundsson

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag:

Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem er þekktastur fyrir Vesturfarasögurnar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, er áttræður í dag. Böðvar var virkur á vinstri arminum hér áður fyrr og kom þá oft fram sem trúbador þar sem hann flutti eigin lög og ljóð. Hann gaf jafnframt út tvær plötur á sínum tíma, fimm laga smáskífuna Þjóðhátíðarlög 1974 (1974) og breiðskífuna Það er engin þörf að kvarta (1981). Hann hefur einnig samið og þýtt fjölda söngtexta, m.a. fyrir leikhús og má þar nefna Emil í Kattholti, Kysstu mig Kata og Ronju ræningjadóttur.