Brúðubíllinn – Efni á plötum

Brúðubíllinn – Brúðubíllinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 005 Ár: 1983 1. Kynning 2. Lilli og litirnir, söngleikur; Lilli rólar / Gúmmístígvélin taka lagið / Amma og drekarnir 3. Refurinn og ungarnir, leikrit með söngvum: Ungasöngur 4. Langamma syngur um Ingeborg frænku: danskt lag 5. Lilli og félagar 6. Ungasöngur 7. Galdrakerlingin: breskt þjóðlag 8. Á…

Brúðubíllinn (1976-)

Brúðubíllinn er ómissandi þáttur af barnæsku fjölmargra kynslóða en hann hefur starfað óslitið allt frá árinu 1976. Reyndar má rekja upphaf Brúðubílsins allt aftur til ársins 1968 þegar Leikbrúðuland Jóns E. Guðmundssonar var stofnað en það fyrirtæki kom að ýmsum verkefnum m.a. fyrir Ríkissjónvarpið sem þá var tiltölulega nýstofnað. Fúsi flakkari og Rannveig og Krummi…

Brynjólfur Jóhannesson – Efni á plötum

Brynjólfur Jóhannesson – Áramótasyrpan / Domino [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 11 Ár: 1952 1. Áramótasyrpan 2. Domino Flytjendur: Brynjólfur Jóhannesson – söngur Hljómsveit Björns R. Einarssonar; – Björn R. Einarsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Brynjólfur Jóhannesson – Gamanvísur [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45…

Brútal (1993)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Brútal (Brutal) sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1993, hversu lengi hún starfaði og hverjir skipuðu hana.

Brúartríóið (1960-62)

Takmarkaðar heimildir er að finna um tríó sem kennt hefur verið við Brú í Hrútafirði og var einfaldlega kallað Brúartríóið. Meðlimir þess í upphafi og lengi vel voru Gunnar Ó. Kvaran harmonikkuleikari, Helgi Steingrímsson gítarleikari og Þórir Steingrímsson trommuleikari og byrjuðu þeir að leika saman árið 1960 en Þórir og Gunnar voru þá nýfermdir. Brúartríóið…

Bræðrabandalagið [2] (2000-03)

Bræðurnir Þorlákur Ægir og Bjarni Freyr Ágústssynir skipuðu dúettinn Bræðrabandalagið og komu fram undir því nafni um og eftir síðustu aldamót, allavega á árunum 2000 til 2003. Dúettinn var starfræktur fyrir austan, annað hvort á Egilsstöðum eða Norðfirði en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Bræðrabandalagið [1] (1988)

Hljómsveitin Bræðrabandalagið (einnig nefnt Bræðralagsbandið) var í raun Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar en hún hlaut þetta nafn tímabundið 1988 þegar sveitin flutti lag Magnúsar, Sólarsömbu í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar. Sólarsamba naut reyndar töluverðra vinsælda og gerir enn, og hefur komið út á fjölda safnplatna í gegnum árin. Meðlimir sveitarinnar voru auk Magnúsar sem lék á hljómborð,…

Bræðingur (1978-81)

Hljómsveitin Bræðingur starfaði á Egilsstöðum eða nágrenni, fyrst á árunum 1978 og 79 og lék þá efni eftir Guðgeir Björnsson sem var aðalmaður sveitarinnar, og svo aftur 1981 en þá voru aðrir með honum í sveitinni og lék hún þá blandaða tónlist. Viðar Aðalsteinsson mun hafa verið söngvari síðari útgáfu hennar. Óskað er eftir upplýsingum…

Brynjólfur Þorláksson (1867-1950)

Segja má að Brynjólfur Þorláksson hafi verið einn af tónlistarfrumkvöðlum Íslands en hann spilar nokkuð stóra rullu við upphaf tuttugustu aldarinnar þegar söng- og kórastarf var að mótast hér á landi sem og í sönglífi Vestur-Íslendinga í Kanada, þá var hann einnig afar fær harmóníum-leikari og var um tíma Dómkirkjuorganisti. Í umfjöllunum um Brynjólf og…

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson – Efni á plötum

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson – Blanda Útgefandi: Brynjólfur Lárusson, Jónmundur Kjartansson og Hrólfur Vagnsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Látum gleðina taka öll völd 2. Sjóferð 3. Tómið 4. Hugleiðing 5. Eldgamall bóndi 6. Þú 7. Lífið 8. Bolungavík 9. Ég sjómaður er 10. Ekki láta aftra þér 11. Heilabúið 12. Biðin Flytjendur:…

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson (1989)

Þeir Brynjólfur Lárusson (1953-91) og Jónmundur Kjartansson (1955-) höfðu starfað í hljómsveitum í Bolungarvík (Mímósa og Krosstré) á sínum yngri árum og fengu í lok níunda áratugar síðustu aldar þá hugmynd að gefa út plötu með frumsömdum lögum. Þeir leituðu til félaga síns, Hrólfs Vagnssonar sem einnig hafði komið við sögu í hljómsveitunum með þeim,…

Brynjólfur Jóhannesson (1896-1975)

Brynjólfur Jóhannesson telst meðal fremstu leikara hér áður fyrr þótt hvorki væri hann menntaður leikari né starfaði við það eingöngu. Brynjólfur fæddist 1896 í Reykjavík, lauk verslunarskólanámi í Kaupmannahöfn og gerðist um tíma verslunarmaður á Ísafirði og Akureyri áður hann fluttist aftur til Reykjavíkur en hann starfaði síðan sem bankamaður í rúmlega fjörutíu ár og…

Bræðrabandið [3] (?)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan frímúrarareglunnar, hugsanlega á tíunda áratug síðustu aldar. Magnús Guðbrandsson mun hafa verið einn meðlima hennar en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Bræðrabandið [2] (?)

Hljómsveit sem bar nafnið Bræðrabandið var starfandi á Vesturlandi, hugsanlega á níunda áratug síðustu aldar og jafnvel gæti verið um sömu sveit að ræða snemma á 21. öldinni og fram á annan áratug hennar. Mögulegur starfsvettvangur þessarar sveitar er allstór, allt frá Búðardal, Miklaholtshrepp eða jafnvel Akranes. Sævar Ingi Jónsson gæti hafa verið einn meðlima…

Bræðrabandið [1] (1979-)

Hljómsveitin Bræðrabandið úr Hafnarfirði hefur starfað síðan fyrir 1980 með hléum en hún var framan af kántrýsveit. Bræðrabandið var stofnað haustið 1979, nafn sveitarinnar kemur til af því að í henni eru tvennir bræður, Ingólfur Arnarson gítarleikari og Jón Kristófer Arnarson einnig gítarleikari, og Ævar Aðalsteinsson banjóleikari og Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari. Allir munu þeir fjórmenningarnir…

Afmælisbörn 2. janúar 2019

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sextíu og sex ára gamall í dag. Pjetur sem hefur starfrækt verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á…