Afmælisbörn 2. janúar 2019

Pjetur Hallgrímsson

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á skrá sinni þennan annan dag ársins.

Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sextíu og sex ára gamall í dag. Pjetur sem hefur starfrækt verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á meðal má nefna sveitir eins og Amon Ra, Lótus, Heimavarnarliðið, Bumburnar, Blúsbrot Garðars Harðar, Experiment, Martröð, Ósíris og Sjöttu pláguna.