Brúartríóið (1960-62)

Brúar „tríóið“

Takmarkaðar heimildir er að finna um tríó sem kennt hefur verið við Brú í Hrútafirði og var einfaldlega kallað Brúartríóið.

Meðlimir þess í upphafi og lengi vel voru Gunnar Ó. Kvaran harmonikkuleikari, Helgi Steingrímsson gítarleikari og Þórir Steingrímsson trommuleikari og byrjuðu þeir að leika saman árið 1960 en Þórir og Gunnar voru þá nýfermdir. Brúartríóið starfaði líklega til 1962 og mun harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson hafa leikið sem sveitinni um tíma, ekki er ljóst hvort hann kom þá inn sem fjórði maður en eftir mynd af sveitinni að dæma hafa meðlimir sveitarinnar verið fjórir einhverju sinni.

Tríóið lék mestmegnis í heimabyggð en einnig eitthvað í nágrannasýslunum.