Bræðingur (1978-81)

Hljómsveitin Bræðingur starfaði á Egilsstöðum eða nágrenni, fyrst á árunum 1978 og 79 og lék þá efni eftir Guðgeir Björnsson sem var aðalmaður sveitarinnar, og svo aftur 1981 en þá voru aðrir með honum í sveitinni og lék hún þá blandaða tónlist. Viðar Aðalsteinsson mun hafa verið söngvari síðari útgáfu hennar.

Óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi Bræðings, sem og annað sem þætti bitastætt um þessa sveit.