Bræðrabandið [9] (2015-)

Dúettinn Bræðrabandið hefur starfað frá árinu 2015 að minnsta kosti.

Það eru þeir bræður Árni Friðberg Helgason cajonleikari og Andri Fannar Helgason söngvari og gítarleikari sem skipa Bræðrabandið en þeir koma fram og skemmta við ýmis tækifæri.