Bræðurnir Brekkan (1989)

Bræðurnir Brekkan var nafn hópsins sem flutti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1989, Í brekkunni en það naut mikilla vinsælda um sumarið og telst meðal sígildra þjóðhátíðarlaga.

Það var Jón Ólafsson sem samdi lagið en Bjartmar Guðlaugsson textann. Það var því við hæfi að Bítlavinafélagið sem Jón var þá hluti af flytti lagið en það skipuðu auk Jóns, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Stefán Hjörleifsson gítarleikari, Rafn Jónsson trommuleikari og Eyjólfur Kristjánsson gítarleikari og söngvari en auk þess síðast nefnda sungu þeir Bjartmar, Stefán Hilmarsson og Þórhallur Sigurðsson (Laddi).