Sónata [1] (1980)

Hljómsveitin Sónata starfaði á Héraði, hugsanlega á Egilsstöðum árið 1980 en meira liggur ekki fyrir um starfstíma hennar s.s. hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Sónötu voru þau Stefán Víðisson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Björn Vilhjálmsson bassaleikari, Linda Sigbjörnsdóttir og Alda Jónsdóttir en þær tvær síðast töldu voru söngkonur sveitarinnar. Óskað er eftir…

Spangólín (1978-80)

Hljómsveitin Spangólín mun hafa verið starfandi á Egilsstöðum eða á Fljótsdalshéraði á árunum 1978 til 80. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en að meðlimir hennar voru Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari, Stefán Jökulsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Andrés Einarsson gítarleikari, engar upplýsingar finnast um hver var söngvari sveitarinnar.

Skólahljómsveitir Egilsstaða og Tónskóla Fljótsdalshéraðs (1984-)

Hljómsveitir hafa verið starfandi í nafni Egilsstaðaskóla og Tónlistarskólans á Egilsstöðum í nokkur skipti en fyllri upplýsingar vantar þó um þá starfsemi til að unnt sé að gera henni almennileg skil í umfjöllun. Haustið 1984 var stofnuð hljómsveit í samstarfi grunnskólans á Egilsstöðum (Egilsstaðaskóla) og tónlistarskólans sem þá bar nafnið Tónskóli Fljótsdalshéraðs. Magnús Magnússon sem…

Frískamín (1998)

Á Fljótsdalshéraði starfaði hljómsveit rétt fyrir síðustu aldamót, skipuð ungmennum, undir nafninu Frískamín. Meðlimir þessarar sveitar voru þau Þröstur Indriðason [?], Sindri Sigurðsson [?], Aðalsteinn Sigurðarson [?], Rúnar Árdal [?] og Sigríður Sigurðardóttir [?]. Einnig komu stundum fram með sveitinni Margrét Guðgeirsdóttir hljómborðsleikari, Ásgeir Páll Baldursson gítarleikari og Árni Þór Steinarsson gítarleikari. Frískamín mun hafa…

Formúla (1968-69)

Hljómsveitin Formúla starfaði á Fljótsdalshéraði, að öllum líkindum á Egilsstöðum á árunum 1968 og 69. Meðlimir Formúlu voru þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari, Magnús Karlsson bassaleikari og Daníel Gunnarsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri komu við sögu þessarar sveitar.

Fljótsmenn (1967-69)

Fljótsmenn var ein af allra fyrstu bítlahljómsveitunum sem starfaði á Héraði en sveitin starfaði í um tvö ár. Fljótsmenn voru stofnaðir sumarið 1967 og fyrst um sinn voru meðlimir hennar fjórir, þeir Andrés Einarsson gítarleikari, Þórarinn Jón Rögnvaldsson bassaleikari og bræðurnir Sigurður Kjerúlf trommuleikari og Hjörtur Kjerúlf gítarleikari. 1968 bættist þriðji bróðirinn í hópinn, Reynir…

Mánatríóið [1] (1985-86)

Veturinn 1985 til 86 starfaði hljómsveit á Héraði undir nafninu Mánatríóið og voru meðlimir þeirrar sveitar Þorvarður B. Einarsson gítarleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver þeirra söng en líklegast hlýtur að teljast að Friðjón hafi verið í því hlutverki.

Bændakór Fljótsdæla (um 1930)

Hér er óskað eftir upplýsingum um kór sem starfaði á Fljótsdalshéraði á árunum í kringum 1930. Fyrir liggur að Theódór Árnason var stjórnandi kórsins sem bar nafnið Bændakór Fljótsdæla, á árunum 1932-34. Kórinn hafði þá verið starfandi í nokkur ár og var fjöldi kórmeðlima um tólf til fjórtán þegar Theódór kom til sögunnar.

Tríó Tóta (1982)

Tríó Tóta starfaði árið 1982 á Héraði en var skammlíf sveit. Meðlimir Tríós Tóta voru Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari og hljómsveitarstjóri, Andrés Einarsson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari.

Tríó Þorvaldar (1957 / 1981-2001)

Tríó Þorvaldar var starfandi í áratugi en það spilaði mestmegnis danstónlist og gömlu dansana. Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari frá Torfastöðum á Fljótsdalshéraði var fyrst með tríó í eigin nafnið sumarið 1957 en þá voru ásamt honum í sveitinni þeir Páll Sigfússon trommuleikari og Önundur Magnússon klarinettuleikari. Þeir félagar léku þá á böllum í sveitinni og þótt…

Tríó Sævars Ben (1985)

Tríó Sævars Ben starfaði um skamman tíma haustið 1985 á Fljótsdalshéraði. Meðlimir tríósins voru Ragnar Þorsteinsson trommuleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Sævar Benediktsson bassa- og gítarleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar.

Tónkór Fljótsdalshéraðs (1971-83)

Tónkór Fljótsdalshéraðs var öflugur blandaður kór sem starfaði í ríflega áratug og söng víða við góðar undirtektir. Magnús Magnússon skólastjóri Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs var alla tíð stjórnandi kórsins og undir hans stjórn söng þessi fjörutíu manna kór á ýmsum mannamótum, einkum á austanverðu landinu en einnig á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kórinn fagnaði tíu ára…

Samkór Norður-Héraðs (1992-2004)

Samkór Norður-Héraðs starfaði um tólf ára skeið í kringum síðustu aldamót. Norður-Hérað var sveitarfélag á Austurlandi en sameinaðist Fellahreppi og Austur-Héraði árið 2004 undir nafninu Fljótsdalshérað, svo virðist sem kórinn hafi þá verið lagður niður. Nokkrir kórstjórar komu að stjórn kórsins, fyrst þeirra mun hafa verið Helga Guðrún Loftsdóttir en einnig voru Rosemary Hewlett, Þórður…

Panic [1] (1977-79)

Upplýsingar um hljómsveitina Panic sem starfaði á Héraði á áttunda áratug síðustu aldar eru fremur af skornum skammti. Panic var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Gunnlaugur Ólafsson gítarleikari og Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari. Að öllum líkindum hætti Friðjón í sveitinni sumarið 1978 og tók þá…

Karlakór Fljótsdalshéraðs [1] (1960-70)

Karlakór Fljótsdalshéraðs (hinn fyrri) starfaði um áratuga skeið fyrir margt löngu. Kórinn var stofnaður á Héraði af Þórarni Þórarinssyni, Jóni Sigfússyni og Birni Magnússon en einnig kom Stefán Pétursson við sögu, hann varð síðan fyrri stjórnandi kórsins af tveimur og stýrði honum til 1965 þegar Svavar Björnsson tók við og var með kórinn þar til…

Karlakór Fljótsdalshéraðs [2] (1983-94)

Enginn karlakór hafði verið starfandi á Héraði í þrettán ár þegar Karlakór Fljótsdalshéraðs var endurvakinn haustið 1983 en undirbúningur hafði þá verið að stofnun hans í um ár. Árni Ísleifsson sem þá hafði nokkrum árum áður flust austur á Egilsstaði og lífgað verulega upp á tónlistarlífið eystra, tók að sér að stjórna kórnum og gerði…

Fjarkar [2] (1969)

Heimildir greina frá hljómsveit starfandi 1969 á Fljótsdalshéraði, sem bar nafnið Fjarkar. Fáar heimildir finnast um þessa sveit sem að öllum líkindum starfaði við Alþýðuskólann að Eiðum en nafnarnir Árni Áskelsson og Árni Magnússon munu hafa verið meðal sveitarliða. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Fjarka eða á hvað hljóðfæri ofangreindir léku, Glatkistan óskar…