Panic [1] (1977-79)

engin mynd tiltækUpplýsingar um hljómsveitina Panic sem starfaði á Héraði á áttunda áratug síðustu aldar eru fremur af skornum skammti.

Panic var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Gunnlaugur Ólafsson gítarleikari og Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari.

Að öllum líkindum hætti Friðjón í sveitinni sumarið 1978 og tók þá Guðjón Sigmundsson við bassaleik í Panic. Þriðji bassaleikarinnn, Jón Ingi Arngrímsson tók við af Guðjóni um áramótin 1978-79. Helgi Arngrímsson gítarleikari hafði þá einnig bæst í hópinn.

Ekki liggur fyrir hversu lengi Panic starfaði.