Formúla (1968-69)

Hljómsveitin Formúla starfaði á Fljótsdalshéraði, að öllum líkindum á Egilsstöðum á árunum 1968 og 69. Meðlimir Formúlu voru þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari, Magnús Karlsson bassaleikari og Daníel Gunnarsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri komu við sögu þessarar sveitar.

Bráðabirgðaflokkurinn (1981-83)

Bráðabirgðaflokkurinn var söngflokkur, líkast til eins konar vísna- eða þjóðlagasönghópur sem starfaði á Egilsstöðum í upphafi níunda áratugarins. Flokkurinn var stofnaður 1981 og kom reglulega fram á Héraði við ýmis tækifæri en meðlimir hans voru Ásdís Blöndal, Emelía Sigmarsdóttir, Bjarni Björgvinsson og Reynir Sigurðsson. Fleiri gætu hafa komið við sögu hans. Bráðabirgðaflokkurinn starfaði til ársins…

Boggi (1972-73)

Hljómsveit sem bar það sérstæða nafn Boggi starfaði á Héraði í tvö sumur á fyrri hluta áttunda áratugarins. Fyrra sumarið, 1972 voru meðlimir sveitarinnar Bjarni Helgason trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Jón Ingi Arngrímsson gítarleikari. Sveitin starfaði þá fram á haustið en tók aftur upp þráðinn næsta vor, þá höfðu Friðrik Lúðvíksson gítarleikari og Helgi…

Bigg-fí-band (1975-77)

Bigg-fí-band var hljómsveit starfrækt á Héraði um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var til að byrja með dúett sem þeir Birgir Björnsson hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson gítarleikari skipuðu. Réttu ári síðan bættust þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari og Þórarinn Rögnvaldsson gítarleikari í sveitina og við þær breytingar færði…

Tríó Magnúsar Einarssonar (1960)

Allar tiltækar upplýsingar óskast um Tríó Magnúsar Einarssonar sem starfaði árið 1960, að öllum líkindum á Egilsstöðum eða á Héraði, hverjir skipuðu tríóið með honum og hversu lengi það starfaði.

Tríó Óla (1960-70)

Tríó Óla starfaði á Fljótsdalshéraði allan sjöunda áratug síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þann áttunda þótt ekki finnist nákvæmar upplýsingar um það, tríóið skartaði fyrstu hljómsveitarsöngkonu Austfjarða. Tríó Óla mun hafa verið stofnað 1960 og voru meðlimir þess í upphafi Óli Kjerúlf harmonikkuleikari sem var hljómsveitarstjóri, Hrafnkell Björgvinsson trommuleikari og Methúsalem Kjerúlf gítarleikari.…

Tónkór Fljótsdalshéraðs (1971-83)

Tónkór Fljótsdalshéraðs var öflugur blandaður kór sem starfaði í ríflega áratug og söng víða við góðar undirtektir. Magnús Magnússon skólastjóri Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs var alla tíð stjórnandi kórsins og undir hans stjórn söng þessi fjörutíu manna kór á ýmsum mannamótum, einkum á austanverðu landinu en einnig á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kórinn fagnaði tíu ára…

Panic [1] (1977-79)

Upplýsingar um hljómsveitina Panic sem starfaði á Héraði á áttunda áratug síðustu aldar eru fremur af skornum skammti. Panic var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Gunnlaugur Ólafsson gítarleikari og Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari. Að öllum líkindum hætti Friðjón í sveitinni sumarið 1978 og tók þá…

Karlakór Fljótsdalshéraðs [1] (1960-70)

Karlakór Fljótsdalshéraðs (hinn fyrri) starfaði um áratuga skeið fyrir margt löngu. Kórinn var stofnaður á Héraði af Þórarni Þórarinssyni, Jóni Sigfússyni og Birni Magnússon en einnig kom Stefán Pétursson við sögu, hann varð síðan fyrri stjórnandi kórsins af tveimur og stýrði honum til 1965 þegar Svavar Björnsson tók við og var með kórinn þar til…

Karlakór Fljótsdalshéraðs [2] (1983-94)

Enginn karlakór hafði verið starfandi á Héraði í þrettán ár þegar Karlakór Fljótsdalshéraðs var endurvakinn haustið 1983 en undirbúningur hafði þá verið að stofnun hans í um ár. Árni Ísleifsson sem þá hafði nokkrum árum áður flust austur á Egilsstaði og lífgað verulega upp á tónlistarlífið eystra, tók að sér að stjórna kórnum og gerði…

Fimm á floti (1980-81)

Fimm á floti var starfrækt á Héraði veturinn 1980-81. Meðlimir þessarar sveitar voru Birgir Björnsson saxófónleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Valgeir Skúlason trommuleikari, Þorvarður B. Einarsson gítarleikari og Helgi Arngrímsson bassaleikari.

Gleym mér ei (1969-71)

Hljómsveitin Gleym mér ei starfaði á Héraði um tveggja ára skeið, 1969-71. Sveitin var stofnuð upp úr tríóinu Ókey og var skipuð þeim Andrési Einarssyni gítarleikara, Gunnlaugi Gunnlaugssyni trommuleikara, Jónasi Jóhannssyni hljómborðsleikara og Þórarni Rögnvaldssyni bassaleikara. Ekki liggur fyrir hvers konar tónlist Gleym mér ei spilaði.

Litla bandið (1951)

Hljómsveit mun hafa starfað undir þessu nafni á Héraði og hefur að öllum líkindum verið ein fyrsta danshljómsveitin austanlands. Hún var stofnuð 1951 og voru meðlimir Svavar Stefánsson harmonikkuleikari, Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir gítarleikari og Örn Einarsson trommuleikari. Vilhjálmur Einarsson (þrístökkvari) mun hafa tekið við af Erni. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Litla bandið en þær…

Steinblóm [3] (1981-82)

Hljómsveitin Steinblóm (hin þriðja) starfaði á Héraði veturinn 1981-82. Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Vignisson bassaleikari, Gissur Kristjánsson gítarleikari, Rögnvaldur Jónsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari, Stefán Ó. Stefánsson söngvari og Ármann Einarsson saxófónleikari. Sveitin gekk einhvern hluta líftíma síns undir nafninu Rimma.