Gleym mér ei (1969-71)

engin mynd tiltækHljómsveitin Gleym mér ei starfaði á Héraði um tveggja ára skeið, 1969-71.

Sveitin var stofnuð upp úr tríóinu Ókey og var skipuð þeim Andrési Einarssyni gítarleikara, Gunnlaugi Gunnlaugssyni trommuleikara, Jónasi Jóhannssyni hljómborðsleikara og Þórarni Rögnvaldssyni bassaleikara. Ekki liggur fyrir hvers konar tónlist Gleym mér ei spilaði.