Spangólín (1978-80)

Hljómsveitin Spangólín mun hafa verið starfandi á Egilsstöðum eða á Fljótsdalshéraði á árunum 1978 til 80. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en að meðlimir hennar voru Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari, Stefán Jökulsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Andrés Einarsson gítarleikari, engar upplýsingar finnast um hver var söngvari sveitarinnar.

Tríó Tóta (1982)

Tríó Tóta starfaði árið 1982 á Héraði en var skammlíf sveit. Meðlimir Tríós Tóta voru Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari og hljómsveitarstjóri, Andrés Einarsson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari.

Tríó Óla (1960-70)

Tríó Óla starfaði á Fljótsdalshéraði allan sjöunda áratug síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þann áttunda þótt ekki finnist nákvæmar upplýsingar um það, tríóið skartaði fyrstu hljómsveitarsöngkonu Austfjarða. Tríó Óla mun hafa verið stofnað 1960 og voru meðlimir þess í upphafi Óli Kjerúlf harmonikkuleikari sem var hljómsveitarstjóri, Hrafnkell Björgvinsson trommuleikari og Methúsalem Kjerúlf gítarleikari.…

Ókey (1969-73)

Litlar heimildir finnast um tríóið Ókey, víst er að sveitin starfaði 1973 og var skipuð þremur bændum úr Fljótsdal en einnig er til heimild sem segir um hafi verið að ræða sveit árið 1969 með þessu nafni. Sú sveit hafði að geyma bassaleikarann Þórarin Rögnvaldsson, trommuleikarann Sigurð Kjerúlf og Andrés Einarsson gítarleikara. Líklegt er að…

Gleym mér ei (1969-71)

Hljómsveitin Gleym mér ei starfaði á Héraði um tveggja ára skeið, 1969-71. Sveitin var stofnuð upp úr tríóinu Ókey og var skipuð þeim Andrési Einarssyni gítarleikara, Gunnlaugi Gunnlaugssyni trommuleikara, Jónasi Jóhannssyni hljómborðsleikara og Þórarni Rögnvaldssyni bassaleikara. Ekki liggur fyrir hvers konar tónlist Gleym mér ei spilaði.