Bigg-fí-band (1975-77)

Bigg-fí-band var hljómsveit starfrækt á Héraði um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar.

Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var til að byrja með dúett sem þeir Birgir Björnsson hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson gítarleikari skipuðu. Réttu ári síðan bættust þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari og Þórarinn Rögnvaldsson gítarleikari í sveitina og við þær breytingar færði Friðjón sig yfir á bassann.

Bigg-fí-band lék einkum og skemmtunum í heimahéraði, á árshátíðum, þorrablótum og þess konar samkomum og störfuðu til vors 1977 þegar þeir hættu störfum.