Birthmark (1994-95)

Dúettinn Birthmark vakti nokkra athygli fyrir breiðskífu sína Unfinished novels þegar hún kom út 1994 en sveitin átti sér töluvert langan aðdraganda. Þeir félagar, Svanur Kristbergsson og Valgeir Sigurðsson höfðu starfrækt dúóið Orange empire í nokkur ár (frá árinu 1989) og þó svo að sú sveit starfaði mestmegnis í hljóðverum settu þeir félagar hljómsveit saman…

Birthmark – Efni á plötum

Birthmark – Unfinished novels Útgefandi: Nest publishing Útgáfunúmer: NESTCD1 Ár: 1994 1. The lovely darkness 2. Unfinished novels 3. (When) sleepers (were sleepers) 4. The pain of love 5. Laura 29/4 6. Dogtown 7. A bed called world 8. Candles & trees 9. Dive 10. Ravens in a yellow sky Flytjendur: Svanur Kristbergsson – söngur,…

Bíllinn (1992-93)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Bíllinn eru af skornum skammti en sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins í um eitt og hálft ár að minnsta kosti og kom fram á rokktónleikum tengdum listahátíðum sumrin 1992 og 93. Svo virðist sem Helgi Hauksson [?] og Valtýr Björn Thors [?] hafi verið í Bílnum en…

Birnur (1967)

Sönghópurinn Birnur úr Hveragerði starfaði árið 1967 og kom fram í nokkur skipti vorið og sumarið 1967. Birnur skipuðu fimm stúlkur og lék ein þeirra á gítar en annars er engar upplýsingar að hafa um þær. Allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Birta (1973-75)

Hljómsveitin Birta starfaði í ríflega eitt ár um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og lék einkum það sem kallað var „brennivínstónlist“, þ.e. dæmigerða sveitaballatónlist eftir aðra. Sveitin læddi þó einu og einu frumsömdu lagi inn á milli. Birta var stofnuð haustið 1973 af Björgvini Björgvinssyni trommuleikara en auk hans voru í sveitinni Birgir Árnason gítarleikari,…

Birtan hinumegin (1991)

Birtan hinumegin var eins konar nýbylgjusveit frá Húsavík sem starfaði í skamman tíma 1991 og var þá hluti af hinni svokallaðri Húsavíkursenu í rokkinu. Meðlimir sveitarinnar voru Helgi Pétursson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Haraldur Steingrímsson trommuleikari og Aðalheiður [?] bassaleikari.

Bismarck (1981-82)

Litlar upplýsingar finnast um hljómsveitina Bismarck frá Stöðvarfirði, svo virðist sem hún hafi verið starfandi árið 1981 og voru þá Garðar Harðarson bassaleikari, Páll [?] gítarleikari, Þórður [?] trommuleikari og Magnús Axel Hansen gítarleikari í sveitinni. Árið 1982 sendi sveitin frá sér plötuna Ef vill en þá var hún orðin að tríói Garðars, Magnúsar og…

Bismarck – Efni á plötum

Bismarck – Ef vill Útgefandi: Bismarð Útgáfunúmer: BISM 01 Ár: 1982 1. Sumar og sól 2. Anna í Hlíð 3. Sólarlagið 4. Frakkastígurinn 5. Bréfið 6. Skreiðarblús 7. Styrjöldin 8. Togarablús 9. Róninn 10. Hallærisplanið Flytjendur: Jóhann Steindórsson – trommur Magnús Axel Hansen – rafgítar Garðar Harðarson – raf- og hljómgítarar, bassi, hljómborð, munnharpa, söngur…

Bisund (1997-99)

Hljómsveitin Bisund var nokkuð áberandi í harðkjarnasenunni í kringum aldamótin en hún vakti fyrst athygli í Músíktilraunum 1998. Bisund var stofnuð haustið 1997 og fáeinum mánuðum síðar eða vorið 1998 birtist sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir hennar voru þá bræðurnir Andri Freyr Viðarsson gítarleikari og Birkir Fjalar Viðarsson trommuleikari, Ragnar Freyr Magnússon bassaleikari og Agnar…

Bíldudals búggarnir (1986)

Bíldudals búggarnir var hljómsveit sett saman fyrir eina uppákomu á Bíldudal milli jóla og nýárs 1986. Sveitin lék á dansleik ásamt annarri sveit sem einnig var sett saman af þessu tilefni. Meðlimir hennar voru Þórarinn Hannesson söngari, Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari, Viðar Örn Ástvaldsson hljómborðsleikari og Víkingur Gunnarsson trommuleikari.

Bíó (1989)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Bíó sem starfaði að öllum líkindum á Akureyri árið 1989, hugsanlega lengur. Hverjir skipuðu sveitina, hljóðfæraskipan, starfstími o.s.frv.

Bíó tríóið (1987-88)

Bíó tríóið starfaði 1987 og 88, og var eins konar húshljómsveit í Bíókjallaranum ásamt hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns sem þá var að stíga sín fyrstu skref. Líklega voru sveitirnar tvær að einhverju leyti skipaðar sömu liðsmönnum en frekari upplýsingar þess efni óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 14. ágúst 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafson er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdótir…